Ragnhildur Kristjánsdóttir, sem oftast er kölluð Raggý af sínu nánasta fólki, er móðir 17 ára stúlku með fjölþættan vanda, þar á meðal geðhvörf.
Í samtali við Stundina lýsir hún því hvernig hún hefur, í gegnum árin, þrætt hin ýmsu kerfi til að leita aðstoðar fyrir dóttur sína og fjölskylduna. Hún segir meðal annars frá því að þegar hún leitaði á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hafi henni verið vísað aftur á sálfræðistofu sem rukkar tuttugu þúsund krónur fyrir klukkutímann. Mismunandi kerfi tali ekki saman og ólíkt frásögnum af danska kerfinu sé ekkert eitt kerfi sem er ábyrgt fyrir því að veita dóttur hennar þá meðferð sem hún þarf.
Guðrún B. Guðmundsdóttir, yfirlæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, segir kerfið brotið þegar kemur að þjónustu þeirra barna sem tilheyra 2. stigs þjónustu, en það eru börn sem nægir ekki að vera í meðferð á heilsugæslu en þurfi samt ekki endilega …
Athugasemdir