„Bókin Fíkn er átakanleg ástarsaga,“ segir höfundurinn, Rannveig Sigurðardóttir. „Hún fjallar um Ella og Freyju og þeirra samband sem verður ekkert annað en tryllingsleg rússíbanareið þar sem fíkn er yfir og allt um kring. Og hin ýmsu vímuefni. Elli verður heltekinn af þráhyggjukenndri ást og þetta verður hálfgert fíknsamband. Til þess að undirstrika það þá nota ég töluvert mikið kynlíf. Þetta er líka ungt fólk sem er rétt undir og rétt yfir þrítugt sem er í nýju ástarsambandi. Það lifir vonandi töluvert miklu kynlífi. Það útskýrir hvers vegna það er mikið kynlíf í bókinni.“
Vildi segja öllum frá því sem hún var að læra
Þessi bók er skrifuð vegna þess að tímarnir voru allt í einu aðrir. „Ég var búin að skrá mig í nám í fíknifræðum, með vinnu, þetta er á áhugasviði mínu. Ég var byrjuð að garfa aðeins í því og fannst ég hafa eitthvað að segja. Var …
Athugasemdir