Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Alls konar subbulegt en annað hugljúft og fallegt

Bragi Valdi­mar seg­ir að út­gef­and­inn hafi dreg­ið ljóð­in í Jóðl upp úr hon­um með log­andi töng­um.

Bók

Jóðl

Höfundur Bragi Valdimar Skúlason
Bjartur
160 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Jóðl er bók sem er búin að vera ansi lengi í smíðum ef allt er tiltekið, segir Bragi Valdimar Skúlason. „Þetta eru kvæði, ljóð, textar, vísur, alls konar bull og fjör og skemmtilegheit og alvarlegheit og allt þar á milli sem hafa safnast upp hjá mér í örugglega tuttugu og fimm ár, jafnvel lengur. Elsta stöffið er frá því einhvern tímann í síðmenntaskóla og nýjasta er frá því í síðustu viku. Þannig að þetta er alls konar og ég verð bara að standa við þetta. Það er ýmislegt subbulegt en líka alls konar fallegt og hugljúft. Það eru jarðarfararhittarar þarna og einhverjar vessavísur og alls konar fjör.“

Spéhræddur við að setja texta á prent

„Þessi bók kom eiginlega þannig til að Páll Valsson hjá Bjarti dró hana upp úr mér með logandi töngum. Hann var búinn að ganga á eftir mér í dálítinn tíma að koma þessu á prent. Af því að ég hef verið að gera lagatexta og ég var svolítið spéhræddur við að vera að setja þá á prent svona eina og sér, svona laglausa. Mér fannst skrítið að vera að setja eitthvað sem er spunnið lag og þá er ég ekkert að vanda mig í stuðlum og höfuðstöfum. En þetta fékk allt að fljóta með, eða sumt, og ég er bara nokkuð ánægður með þetta. Þetta er bara að spjara sig ágætlega þarna. 

Ég sest mjög sjaldan niður: Nú ætla ég að skrifa ljóð. Það gerist eiginlega aldrei. Þetta er meira byggt á tímapressu, deadline, og svo eiginlega bara leiða. Þegar mér leiðist þá finnst mér voða gaman að skrifa inn í símann minn. Það er lítill pappír sem kemur þarna nálægt. Þannig að ég set mig voða sjaldan í einhverjar stellingar. Þetta bara bunast einhvern veginn út, svo er bara að vona það besta.“

Þykir vænt um bókina

„Mér líður nokkuð vel með þessa bók. Mér þykir eiginlega svolítið vænt um hana. Þetta er eiginlega fyrsta, hvað á ég að segja, varan sem ég þarf einn og sjálfur að standa með. Yfirleitt er ég með her af tónlistarfólki í kringum mig eða meðhöfundum eða öðru sem passar upp á mig. En ég þarf bara gjöra svo vel að skrifa undir þetta og standa og falla með þessu. Þannig að ég er bara nokkuð ánægður með þetta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2021

Allir fuglar fljúga í ljósið eftir langa og djúpa hugleiðslu
ViðtalAllir fuglar fljúga í ljósið

All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu

Í bók­inni All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið riðl­ast til­vera ráfar­ans Bjart­ar og lífs­saga henn­ar brýst fram. Auð­ur Jóns­dótt­ir rit­höf­und­ur og skap­ari sög­unn­ar seg­ir að þeg­ar hún ljúki við að skrifa bók líði henni oft eins og hún sé að ranka við sér eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu. „Þetta er eins og að hafa far­ið mjög djúpt inn í draum nema núna er draum­ur­inn kom­inn á prent og fólk er að fara að lesa hann,“ seg­ir Auð­ur.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
5
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár