Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Alls konar subbulegt en annað hugljúft og fallegt

Bragi Valdi­mar seg­ir að út­gef­and­inn hafi dreg­ið ljóð­in í Jóðl upp úr hon­um með log­andi töng­um.

Bók

Jóðl

Höfundur Bragi Valdimar Skúlason
Bjartur
160 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Jóðl er bók sem er búin að vera ansi lengi í smíðum ef allt er tiltekið, segir Bragi Valdimar Skúlason. „Þetta eru kvæði, ljóð, textar, vísur, alls konar bull og fjör og skemmtilegheit og alvarlegheit og allt þar á milli sem hafa safnast upp hjá mér í örugglega tuttugu og fimm ár, jafnvel lengur. Elsta stöffið er frá því einhvern tímann í síðmenntaskóla og nýjasta er frá því í síðustu viku. Þannig að þetta er alls konar og ég verð bara að standa við þetta. Það er ýmislegt subbulegt en líka alls konar fallegt og hugljúft. Það eru jarðarfararhittarar þarna og einhverjar vessavísur og alls konar fjör.“

Spéhræddur við að setja texta á prent

„Þessi bók kom eiginlega þannig til að Páll Valsson hjá Bjarti dró hana upp úr mér með logandi töngum. Hann var búinn að ganga á eftir mér í dálítinn tíma að koma þessu á prent. Af því að ég hef verið að gera lagatexta og ég var svolítið spéhræddur við að vera að setja þá á prent svona eina og sér, svona laglausa. Mér fannst skrítið að vera að setja eitthvað sem er spunnið lag og þá er ég ekkert að vanda mig í stuðlum og höfuðstöfum. En þetta fékk allt að fljóta með, eða sumt, og ég er bara nokkuð ánægður með þetta. Þetta er bara að spjara sig ágætlega þarna. 

Ég sest mjög sjaldan niður: Nú ætla ég að skrifa ljóð. Það gerist eiginlega aldrei. Þetta er meira byggt á tímapressu, deadline, og svo eiginlega bara leiða. Þegar mér leiðist þá finnst mér voða gaman að skrifa inn í símann minn. Það er lítill pappír sem kemur þarna nálægt. Þannig að ég set mig voða sjaldan í einhverjar stellingar. Þetta bara bunast einhvern veginn út, svo er bara að vona það besta.“

Þykir vænt um bókina

„Mér líður nokkuð vel með þessa bók. Mér þykir eiginlega svolítið vænt um hana. Þetta er eiginlega fyrsta, hvað á ég að segja, varan sem ég þarf einn og sjálfur að standa með. Yfirleitt er ég með her af tónlistarfólki í kringum mig eða meðhöfundum eða öðru sem passar upp á mig. En ég þarf bara gjöra svo vel að skrifa undir þetta og standa og falla með þessu. Þannig að ég er bara nokkuð ánægður með þetta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2021

Allir fuglar fljúga í ljósið eftir langa og djúpa hugleiðslu
ViðtalAllir fuglar fljúga í ljósið

All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu

Í bók­inni All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið riðl­ast til­vera ráfar­ans Bjart­ar og lífs­saga henn­ar brýst fram. Auð­ur Jóns­dótt­ir rit­höf­und­ur og skap­ari sög­unn­ar seg­ir að þeg­ar hún ljúki við að skrifa bók líði henni oft eins og hún sé að ranka við sér eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu. „Þetta er eins og að hafa far­ið mjög djúpt inn í draum nema núna er draum­ur­inn kom­inn á prent og fólk er að fara að lesa hann,“ seg­ir Auð­ur.

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár