„Þessi bók er um konu sem er búin að gefast upp á að hafa tilfinningar. Hún á mikið líf að baki og er orðin ráfari. Hún ráfar um og horfir á annað fólk og skrásetur atferli þess,“ segir Auður Jónsdóttir rithöfundur um sitt nýjasta verk, Allir fuglar fljúga í ljósið.
Bókin er um Björt sem eins og Auður segir er ráfari. Björt er í stopulli íhlaupavinnu. Hún leigir herbergi í heldur hrörlegu húsnæði en flest í hennar lífi er þó í föstum skorðum, allt þar til hún sér konu að nafni Ólöf Brá og fær síðan bréf frá henni. „Við það riðlast tilveran og lífssaga Bjartar brýst fram; vináttan við Veru, eitruð sambönd við Steingrím og Hálfdán – og smám saman flettist ofan af hinni ótrúlegu og dramatísku ævi hennar,“ segir í kynningu á bókinni.
Auður segir að Björt viti að hún geti ekki þrifist …
Athugasemdir