Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Stríðið gegn miðöldruninni

Hvað er það sem drep­ur vináttu? Svik? Sam­skipta­leysi? Fjar­lægð­ir? Nei, dren auð­vit­að. Alla­vega er það mat Höllu, að­al­per­sónu bók­ar­inn­ar Til­finn­ing­ar eru fyr­ir aum­ingja.

Stríðið gegn miðöldruninni
Bók

Til­finn­ing­ar eru fyr­ir aum­ingja

Höfundur Kamilla Einarsdóttir
Veröld
141 blaðsíða
Niðurstaða:

Skrambi fyndin samtímasaga um nærri fertugan eilífðarungling með sama og ekkert sjálfstraust, sem líður þó fyrir að vera dálítið eintóna og tíðindalítil. En manni leiðist samt aldrei.

Gefðu umsögn

„En það var komið að ögurstundu í vinahópnum. Bara eitt matarboð í viðbót þar sem ekki væri rætt um annað en dren og annað fasteignaviðhald og eitthvert okkar hefði hent sér fram af svölunum eða kveikt í sér.“

Það má sjálfsagt finna einhverjar metafórur hérna; hvernig allt snýst um að halda vatni og lífi frá sér, um viðhald, um að viðhalda ástandi þegar fólk þyrfti frekar að breyta til.

Þetta er vinahópur snemmiðaldra fólks, þau eiga öll stutt í fertugt. Þau kynntust þegar þau voru óformleg öldungadeild Fjölbrautaskólans í Ármúla, öll mætt til að klára stúdentinn nokkrum árum á eftir áætlun.

En Halla er krónískt einhleyp og virðist töluvert meiri krakki en þau hin, allavega í eigin augum – og þetta er allt með hennar augum, hún er sögumaðurinn. Hún sér ekki mikla rómantík í hjónaböndum þeirra giftu í vinahópnum og upplifir sig raunar sem hálfgerðan stuðpúða fyrir hjónaböndin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    Aldrei lesið bók þar sem kynlíf er eins mikið á dagskrá og í þessari bók en samt er það aldrei nefnt á nafn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár