Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Stríðið gegn miðöldruninni

Hvað er það sem drep­ur vináttu? Svik? Sam­skipta­leysi? Fjar­lægð­ir? Nei, dren auð­vit­að. Alla­vega er það mat Höllu, að­al­per­sónu bók­ar­inn­ar Til­finn­ing­ar eru fyr­ir aum­ingja.

Stríðið gegn miðöldruninni
Bók

Til­finn­ing­ar eru fyr­ir aum­ingja

Höfundur Kamilla Einarsdóttir
Veröld
141 blaðsíða
Niðurstaða:

Skrambi fyndin samtímasaga um nærri fertugan eilífðarungling með sama og ekkert sjálfstraust, sem líður þó fyrir að vera dálítið eintóna og tíðindalítil. En manni leiðist samt aldrei.

Gefðu umsögn

„En það var komið að ögurstundu í vinahópnum. Bara eitt matarboð í viðbót þar sem ekki væri rætt um annað en dren og annað fasteignaviðhald og eitthvert okkar hefði hent sér fram af svölunum eða kveikt í sér.“

Það má sjálfsagt finna einhverjar metafórur hérna; hvernig allt snýst um að halda vatni og lífi frá sér, um viðhald, um að viðhalda ástandi þegar fólk þyrfti frekar að breyta til.

Þetta er vinahópur snemmiðaldra fólks, þau eiga öll stutt í fertugt. Þau kynntust þegar þau voru óformleg öldungadeild Fjölbrautaskólans í Ármúla, öll mætt til að klára stúdentinn nokkrum árum á eftir áætlun.

En Halla er krónískt einhleyp og virðist töluvert meiri krakki en þau hin, allavega í eigin augum – og þetta er allt með hennar augum, hún er sögumaðurinn. Hún sér ekki mikla rómantík í hjónaböndum þeirra giftu í vinahópnum og upplifir sig raunar sem hálfgerðan stuðpúða fyrir hjónaböndin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    Aldrei lesið bók þar sem kynlíf er eins mikið á dagskrá og í þessari bók en samt er það aldrei nefnt á nafn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár