Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vilja auka aðhald með ráðherrum fyrir kosningar

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafa lagt fram frum­varp sem myndi banna ráð­herraum að veita til­fallandi styrki og fram­lög síð­ustu átta vik­urn­ar fyr­ir al­þing­is­kosn­ing­ar.

Vilja auka aðhald með ráðherrum fyrir kosningar
Vilja stöðva „fjáraustur ráðherra“ Helga Vala Helgadóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Mynd: ©Bragi Þór Jósefsson / Alþingi

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram frumvarp sem, ef það yrði samþykkt, myndi gera ráðherrum óheimilt að veita styrki eða framlög síðustu átta vikurnar fyrir kosningar. Í aðdraganda síðustu kosninga veittu ráðherrar margmilljóna styrki til aðgreindra málefna og hrintu úr vör verkefnum sem kosta ríkissjóð miklar fjárhæðir.

Stundin greindi aðgerðir ráðherra í aðdraganda síðustu kosninga og kom þá í ljós að sumir ráðherranna opnuðu veskið sem um munaði. Þannig veitti Svandís Svavarsdóttir, sem þá sat í stóli heilbrigðisráðherra, meðal annars Píeta samtökunum 25 milljóna króna styrk og ráðstafaði 13 milljónum til að efla þjónustu barna- og unglingageðteymis Sjúkrahússins á Akureyri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti Samtökunum 78 4 milljóna króna styrk vegna vatnstjóns á húsnæði samtakanna. Ásmundur Einar Daðason, þáverandi félagsmálaráðherra, kom á fót styrktarsjóði fyrir Íþróttasamband fatlaðra upp á 10 milljónir ár hvert til þriggja ára og 75 milljóna króna samning til þriggja ára gerði hann við Píeta samtökin. Enn fleiri dæmi má tína til og er þessi listi alls ekki tæmandi.

Í frumvarpi þingmanna Samfylkingarinnar, til breytinga á lögum um opinber fjármál, er tilgreint að ráðherrum verði óheimilt að veita tilfallandi styrki og framlög til verkefna sem varði málaflokka sem þeir beri ábyrgð á átta vikum fyrir alþingiskosningar. Í greinargerð með frumvarpinu segir að nauðsynlegt sé að tryggja að jafnræði sé sem mest milli framboða í aðdraganda kosninga.

„Sú hætta er fyrir hendi að sitjandi ráðherrar nýti sér forréttindastöðu sína til að afla sér hylli kjósenda hvort tveggja með aðgangi að fjölmiðlum og opinberu fjármagni. [...] Í aðdraganda alþingiskosninga hefur gorið á því að ráðherrar hefji úthlutanir til einstakra mála í stórum stíl allt fram að kjördegi til að vekja athygli á sér og sínu framboði. Telja flutningsmenn það vera ólýðræðislegt að svo sé farið með almannafé og aðstaða sé misnotuð með þessum hætti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár