Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vilja auka aðhald með ráðherrum fyrir kosningar

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafa lagt fram frum­varp sem myndi banna ráð­herraum að veita til­fallandi styrki og fram­lög síð­ustu átta vik­urn­ar fyr­ir al­þing­is­kosn­ing­ar.

Vilja auka aðhald með ráðherrum fyrir kosningar
Vilja stöðva „fjáraustur ráðherra“ Helga Vala Helgadóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Mynd: ©Bragi Þór Jósefsson / Alþingi

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram frumvarp sem, ef það yrði samþykkt, myndi gera ráðherrum óheimilt að veita styrki eða framlög síðustu átta vikurnar fyrir kosningar. Í aðdraganda síðustu kosninga veittu ráðherrar margmilljóna styrki til aðgreindra málefna og hrintu úr vör verkefnum sem kosta ríkissjóð miklar fjárhæðir.

Stundin greindi aðgerðir ráðherra í aðdraganda síðustu kosninga og kom þá í ljós að sumir ráðherranna opnuðu veskið sem um munaði. Þannig veitti Svandís Svavarsdóttir, sem þá sat í stóli heilbrigðisráðherra, meðal annars Píeta samtökunum 25 milljóna króna styrk og ráðstafaði 13 milljónum til að efla þjónustu barna- og unglingageðteymis Sjúkrahússins á Akureyri. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti Samtökunum 78 4 milljóna króna styrk vegna vatnstjóns á húsnæði samtakanna. Ásmundur Einar Daðason, þáverandi félagsmálaráðherra, kom á fót styrktarsjóði fyrir Íþróttasamband fatlaðra upp á 10 milljónir ár hvert til þriggja ára og 75 milljóna króna samning til þriggja ára gerði hann við Píeta samtökin. Enn fleiri dæmi má tína til og er þessi listi alls ekki tæmandi.

Í frumvarpi þingmanna Samfylkingarinnar, til breytinga á lögum um opinber fjármál, er tilgreint að ráðherrum verði óheimilt að veita tilfallandi styrki og framlög til verkefna sem varði málaflokka sem þeir beri ábyrgð á átta vikum fyrir alþingiskosningar. Í greinargerð með frumvarpinu segir að nauðsynlegt sé að tryggja að jafnræði sé sem mest milli framboða í aðdraganda kosninga.

„Sú hætta er fyrir hendi að sitjandi ráðherrar nýti sér forréttindastöðu sína til að afla sér hylli kjósenda hvort tveggja með aðgangi að fjölmiðlum og opinberu fjármagni. [...] Í aðdraganda alþingiskosninga hefur gorið á því að ráðherrar hefji úthlutanir til einstakra mála í stórum stíl allt fram að kjördegi til að vekja athygli á sér og sínu framboði. Telja flutningsmenn það vera ólýðræðislegt að svo sé farið með almannafé og aðstaða sé misnotuð með þessum hætti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár