Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Landsvirkjun neitar að tjá sig um af hverju mál Helga var ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Lands­virkj­un vill ekki greina frá því af hverju fyr­ir­tæk­ið skil­greindi mál Helga Jó­hann­es­son­ar, fyrr­ver­andi yf­ir­lög­fræð­ings fé­lags­ins, ekki sem kyn­ferð­is­lega áreitni. At­vika­lýs­ing máls­ins virð­ist samt rúm­ast inn­an skil­grein­ing­ar Lands­virkj­un­ar sjálfr­ar á kyn­ferð­is­legri áreitni.

Landsvirkjun neitar að tjá sig um af hverju mál Helga var ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni
Hegðunin rímar við kynferðislega áreitni Samkvæmt viðbragðsáætlun Landsvirkjunar er varðar kynferðislega áreitni er ekki annað að sjá en að hegðun Helga rími við skilgreiningu fyrirtækisins á kynferðislegri áreitni. Mynd: Landsvirkjun / Samsett

Landsvirkjun vill ekki greina frá því af hverju fyrirtækið skilgreindi mál Helga Jóhannessonar, fyrrverandi yfirlögfræðings Landsvirkjunar, ekki sem „kynferðislega áreitni“ heldur sem óæskilega eða óviðurkvæmilega hegðun. 

Líkt og Stundin greindi frá fyrir skömmu fékk Helgi áminningu í starfi fyrir hegðun sína gagnvart kvenkyns starfsmanni Landvirkjunar og lét af störfum hjá fyrirtækinu undir lok síðasta mánaðar.  Landsvirkjun sagði aldrei berum orðum opinberlega að áminning Helga hefði ekki verið vegna kynferðislegrar áreitni í garð konunnar en Stundin hefur heimildir fyrir þessu. 

Í svörum Landsvirkjunar við spurningum Stundarinnar kemur fram að fyrirtækið vill ekki tilgreina af hverju mál Helga og áminningin sem hann fékk í starfi var ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni. „Ég ítreka fyrra svar, að Landsvirkjun tjáir sig aldrei um mál einstakra starfsmanna,“ segir í svari Landsvirkjunar við spurningum Stundarinnar. 

Eins og kom fram í svari Landsvirkjunar til Stundarinnar fyrir skömmu þá fór málið í farveg innan fyrirtækisins í samræmi við skil­greinda við­bragðs­á­ætlun fyrir grein­ingu og úrvinnslu mála, í sam­ræmi við reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kyn­ferð­is­legri áreitni, kyn­bund­inni áreitni eða ofbeldi.

Eftir að Stundin greindi frá málinu var annað mál tengt Helga og meintri kynferðislegri áreitni hans gagnvart annarri konu til umfjöllunar í fjölmiðlum

Strauk kinn konunnar

Eins og Stundin greindi frá þá var alvarlegasta atvikið sem konan tilkynnti Helga fyrir þess eðlis að konan mun hafa upplifað hegðun Helga sem ógnandi.

Konan bar því við að Helgi hafi króað hana af  við vinnustöð hennar og strokið kinn hennar, gegn vilja hennar. Þetta gerðist í kjölfar þess að Helgi hafði tjáð starfsmanninum það ítrekað að hún væri lesbíuleg vegna þess að hún var með snöggklippt hár. Samkvæmt heimildum Stundarinnar vildi Helgi biðja konuna afsökunar þegar hann ræddi við hana við starfsstöð hennar. Helgi mun hafa boðið konunni að klípa sig í rassinn eftir að hann hafði strokið vanga hennar svo hún gæti launað honum í sömu mynt vegna þess að hann hafði kallað hana lesbíulega. 

Konan tilkynnti hátterni Helga til yfirstjórnar Landsvirkjunar í vor og eftir nokkurra mánaða ferli innan fyrirtækisins varð lendingin sú að Helgi sagði upp sem yfirlögfræðingur þess. Konan sem tilkynnti Helga lét einnig af störfum um síðustu mánaðamót. 

Virðist vera kynferðisleg áreitni samkvæmt viðbragðsáætlun

Athygli vekur að þó að Helgi hafi ekki verið áminntur fyrir kynferðislega áreitni þá virðist hátternið sem var undir í málinu vera kynferðisleg áreitni samkvæmt viðbragðsáætlun Landsvirkjunar. Í áætluninni er kynferðisleg áreitni skilgreind með eftirfarandi hætti: 

„Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, lítillækkandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.“

Svo segir enn frekar í verklagsreglunum um skilgreiningu hugtakanna kynferðisleg eða kynbundin áreitni:  „Hugtakið kynferðisleg/kynbundið áreitni og ofbeldi nær yfir breitt svið háttsemi en eftirfarandi eru nokkur dæmi um athæfi sem eru sérstaklega ámælisverð: Óvelkomnir kynferðislegir tilburðir, tilboð eða kynferðislegar/kynbundnar athugasemdir, ummæli eða klúrt orðalag t.d. um klæðaburð. Þetta á einnig við samskipti í gegnum miðla eins og samfélagsmiðla og tölvupóst.  Óvelkomin kynferðisleg hegðun svo sem snertingar, klíp, klapp, káf, þukl eða strokur. Fara inn fyrir persónulegt rými einstaklings, m.a. með því að standa eða sitja of nálægt, halla sér að viðkomandi eða króa af.“

Samkvæmt þeirri atvikalýsingu sem Stundin hefur birt um alvarlegasta tilvikið sem konan tilkynnti Helga fyrir þá rímar það við þessa skilgreiningu. Konan bar því við að Helgi hefði króað sig af, snert kinn sína og boðið henni að klípa sig í rassinn. 

Þrátt fyrir þetta var háttsemi Helga samt ekki skilgreind sem kynferðisleg áreitni og áminningin sem hann fékk var ekki þess eðlis. Af hverju þetta var liggur ekki fyrir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár