Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Landsvirkjun neitar að tjá sig um af hverju mál Helga var ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Lands­virkj­un vill ekki greina frá því af hverju fyr­ir­tæk­ið skil­greindi mál Helga Jó­hann­es­son­ar, fyrr­ver­andi yf­ir­lög­fræð­ings fé­lags­ins, ekki sem kyn­ferð­is­lega áreitni. At­vika­lýs­ing máls­ins virð­ist samt rúm­ast inn­an skil­grein­ing­ar Lands­virkj­un­ar sjálfr­ar á kyn­ferð­is­legri áreitni.

Landsvirkjun neitar að tjá sig um af hverju mál Helga var ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni
Hegðunin rímar við kynferðislega áreitni Samkvæmt viðbragðsáætlun Landsvirkjunar er varðar kynferðislega áreitni er ekki annað að sjá en að hegðun Helga rími við skilgreiningu fyrirtækisins á kynferðislegri áreitni. Mynd: Landsvirkjun / Samsett

Landsvirkjun vill ekki greina frá því af hverju fyrirtækið skilgreindi mál Helga Jóhannessonar, fyrrverandi yfirlögfræðings Landsvirkjunar, ekki sem „kynferðislega áreitni“ heldur sem óæskilega eða óviðurkvæmilega hegðun. 

Líkt og Stundin greindi frá fyrir skömmu fékk Helgi áminningu í starfi fyrir hegðun sína gagnvart kvenkyns starfsmanni Landvirkjunar og lét af störfum hjá fyrirtækinu undir lok síðasta mánaðar.  Landsvirkjun sagði aldrei berum orðum opinberlega að áminning Helga hefði ekki verið vegna kynferðislegrar áreitni í garð konunnar en Stundin hefur heimildir fyrir þessu. 

Í svörum Landsvirkjunar við spurningum Stundarinnar kemur fram að fyrirtækið vill ekki tilgreina af hverju mál Helga og áminningin sem hann fékk í starfi var ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni. „Ég ítreka fyrra svar, að Landsvirkjun tjáir sig aldrei um mál einstakra starfsmanna,“ segir í svari Landsvirkjunar við spurningum Stundarinnar. 

Eins og kom fram í svari Landsvirkjunar til Stundarinnar fyrir skömmu þá fór málið í farveg innan fyrirtækisins í samræmi við skil­greinda við­bragðs­á­ætlun fyrir grein­ingu og úrvinnslu mála, í sam­ræmi við reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kyn­ferð­is­legri áreitni, kyn­bund­inni áreitni eða ofbeldi.

Eftir að Stundin greindi frá málinu var annað mál tengt Helga og meintri kynferðislegri áreitni hans gagnvart annarri konu til umfjöllunar í fjölmiðlum

Strauk kinn konunnar

Eins og Stundin greindi frá þá var alvarlegasta atvikið sem konan tilkynnti Helga fyrir þess eðlis að konan mun hafa upplifað hegðun Helga sem ógnandi.

Konan bar því við að Helgi hafi króað hana af  við vinnustöð hennar og strokið kinn hennar, gegn vilja hennar. Þetta gerðist í kjölfar þess að Helgi hafði tjáð starfsmanninum það ítrekað að hún væri lesbíuleg vegna þess að hún var með snöggklippt hár. Samkvæmt heimildum Stundarinnar vildi Helgi biðja konuna afsökunar þegar hann ræddi við hana við starfsstöð hennar. Helgi mun hafa boðið konunni að klípa sig í rassinn eftir að hann hafði strokið vanga hennar svo hún gæti launað honum í sömu mynt vegna þess að hann hafði kallað hana lesbíulega. 

Konan tilkynnti hátterni Helga til yfirstjórnar Landsvirkjunar í vor og eftir nokkurra mánaða ferli innan fyrirtækisins varð lendingin sú að Helgi sagði upp sem yfirlögfræðingur þess. Konan sem tilkynnti Helga lét einnig af störfum um síðustu mánaðamót. 

Virðist vera kynferðisleg áreitni samkvæmt viðbragðsáætlun

Athygli vekur að þó að Helgi hafi ekki verið áminntur fyrir kynferðislega áreitni þá virðist hátternið sem var undir í málinu vera kynferðisleg áreitni samkvæmt viðbragðsáætlun Landsvirkjunar. Í áætluninni er kynferðisleg áreitni skilgreind með eftirfarandi hætti: 

„Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, lítillækkandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.“

Svo segir enn frekar í verklagsreglunum um skilgreiningu hugtakanna kynferðisleg eða kynbundin áreitni:  „Hugtakið kynferðisleg/kynbundið áreitni og ofbeldi nær yfir breitt svið háttsemi en eftirfarandi eru nokkur dæmi um athæfi sem eru sérstaklega ámælisverð: Óvelkomnir kynferðislegir tilburðir, tilboð eða kynferðislegar/kynbundnar athugasemdir, ummæli eða klúrt orðalag t.d. um klæðaburð. Þetta á einnig við samskipti í gegnum miðla eins og samfélagsmiðla og tölvupóst.  Óvelkomin kynferðisleg hegðun svo sem snertingar, klíp, klapp, káf, þukl eða strokur. Fara inn fyrir persónulegt rými einstaklings, m.a. með því að standa eða sitja of nálægt, halla sér að viðkomandi eða króa af.“

Samkvæmt þeirri atvikalýsingu sem Stundin hefur birt um alvarlegasta tilvikið sem konan tilkynnti Helga fyrir þá rímar það við þessa skilgreiningu. Konan bar því við að Helgi hefði króað sig af, snert kinn sína og boðið henni að klípa sig í rassinn. 

Þrátt fyrir þetta var háttsemi Helga samt ekki skilgreind sem kynferðisleg áreitni og áminningin sem hann fékk var ekki þess eðlis. Af hverju þetta var liggur ekki fyrir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár