Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Landsvirkjun neitar að tjá sig um af hverju mál Helga var ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Lands­virkj­un vill ekki greina frá því af hverju fyr­ir­tæk­ið skil­greindi mál Helga Jó­hann­es­son­ar, fyrr­ver­andi yf­ir­lög­fræð­ings fé­lags­ins, ekki sem kyn­ferð­is­lega áreitni. At­vika­lýs­ing máls­ins virð­ist samt rúm­ast inn­an skil­grein­ing­ar Lands­virkj­un­ar sjálfr­ar á kyn­ferð­is­legri áreitni.

Landsvirkjun neitar að tjá sig um af hverju mál Helga var ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni
Hegðunin rímar við kynferðislega áreitni Samkvæmt viðbragðsáætlun Landsvirkjunar er varðar kynferðislega áreitni er ekki annað að sjá en að hegðun Helga rími við skilgreiningu fyrirtækisins á kynferðislegri áreitni. Mynd: Landsvirkjun / Samsett

Landsvirkjun vill ekki greina frá því af hverju fyrirtækið skilgreindi mál Helga Jóhannessonar, fyrrverandi yfirlögfræðings Landsvirkjunar, ekki sem „kynferðislega áreitni“ heldur sem óæskilega eða óviðurkvæmilega hegðun. 

Líkt og Stundin greindi frá fyrir skömmu fékk Helgi áminningu í starfi fyrir hegðun sína gagnvart kvenkyns starfsmanni Landvirkjunar og lét af störfum hjá fyrirtækinu undir lok síðasta mánaðar.  Landsvirkjun sagði aldrei berum orðum opinberlega að áminning Helga hefði ekki verið vegna kynferðislegrar áreitni í garð konunnar en Stundin hefur heimildir fyrir þessu. 

Í svörum Landsvirkjunar við spurningum Stundarinnar kemur fram að fyrirtækið vill ekki tilgreina af hverju mál Helga og áminningin sem hann fékk í starfi var ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni. „Ég ítreka fyrra svar, að Landsvirkjun tjáir sig aldrei um mál einstakra starfsmanna,“ segir í svari Landsvirkjunar við spurningum Stundarinnar. 

Eins og kom fram í svari Landsvirkjunar til Stundarinnar fyrir skömmu þá fór málið í farveg innan fyrirtækisins í samræmi við skil­greinda við­bragðs­á­ætlun fyrir grein­ingu og úrvinnslu mála, í sam­ræmi við reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kyn­ferð­is­legri áreitni, kyn­bund­inni áreitni eða ofbeldi.

Eftir að Stundin greindi frá málinu var annað mál tengt Helga og meintri kynferðislegri áreitni hans gagnvart annarri konu til umfjöllunar í fjölmiðlum

Strauk kinn konunnar

Eins og Stundin greindi frá þá var alvarlegasta atvikið sem konan tilkynnti Helga fyrir þess eðlis að konan mun hafa upplifað hegðun Helga sem ógnandi.

Konan bar því við að Helgi hafi króað hana af  við vinnustöð hennar og strokið kinn hennar, gegn vilja hennar. Þetta gerðist í kjölfar þess að Helgi hafði tjáð starfsmanninum það ítrekað að hún væri lesbíuleg vegna þess að hún var með snöggklippt hár. Samkvæmt heimildum Stundarinnar vildi Helgi biðja konuna afsökunar þegar hann ræddi við hana við starfsstöð hennar. Helgi mun hafa boðið konunni að klípa sig í rassinn eftir að hann hafði strokið vanga hennar svo hún gæti launað honum í sömu mynt vegna þess að hann hafði kallað hana lesbíulega. 

Konan tilkynnti hátterni Helga til yfirstjórnar Landsvirkjunar í vor og eftir nokkurra mánaða ferli innan fyrirtækisins varð lendingin sú að Helgi sagði upp sem yfirlögfræðingur þess. Konan sem tilkynnti Helga lét einnig af störfum um síðustu mánaðamót. 

Virðist vera kynferðisleg áreitni samkvæmt viðbragðsáætlun

Athygli vekur að þó að Helgi hafi ekki verið áminntur fyrir kynferðislega áreitni þá virðist hátternið sem var undir í málinu vera kynferðisleg áreitni samkvæmt viðbragðsáætlun Landsvirkjunar. Í áætluninni er kynferðisleg áreitni skilgreind með eftirfarandi hætti: 

„Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, lítillækkandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.“

Svo segir enn frekar í verklagsreglunum um skilgreiningu hugtakanna kynferðisleg eða kynbundin áreitni:  „Hugtakið kynferðisleg/kynbundið áreitni og ofbeldi nær yfir breitt svið háttsemi en eftirfarandi eru nokkur dæmi um athæfi sem eru sérstaklega ámælisverð: Óvelkomnir kynferðislegir tilburðir, tilboð eða kynferðislegar/kynbundnar athugasemdir, ummæli eða klúrt orðalag t.d. um klæðaburð. Þetta á einnig við samskipti í gegnum miðla eins og samfélagsmiðla og tölvupóst.  Óvelkomin kynferðisleg hegðun svo sem snertingar, klíp, klapp, káf, þukl eða strokur. Fara inn fyrir persónulegt rými einstaklings, m.a. með því að standa eða sitja of nálægt, halla sér að viðkomandi eða króa af.“

Samkvæmt þeirri atvikalýsingu sem Stundin hefur birt um alvarlegasta tilvikið sem konan tilkynnti Helga fyrir þá rímar það við þessa skilgreiningu. Konan bar því við að Helgi hefði króað sig af, snert kinn sína og boðið henni að klípa sig í rassinn. 

Þrátt fyrir þetta var háttsemi Helga samt ekki skilgreind sem kynferðisleg áreitni og áminningin sem hann fékk var ekki þess eðlis. Af hverju þetta var liggur ekki fyrir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár