„Sextíu kíló af kjaftshöggum, þetta er bók um Gest Eilífsson og fólkið í Segulfirði,“ segir höfundurinn Hallgrímur Helgason. Um er að ræða sjálfstætt framhald skáldsögu sem kom út 2018 sem heitir Sextíu kíló af sólskini.
„Hérna fylgjumst við áfram með þessu fólki að brasa í byrjun tuttugustu aldar að reyna að komast út úr torfkofunum og inn í nútímann. Gestur er þarna kominn í ansi lítið torfkot á Eyrinni. Sem sagt fluttur inn í bæ með sínu fólki, hálf fjölskyldan fórst í snjóflóði í síðustu bók þannig að það er lítið eftir af fólki. En samt er hann með fjóra munna á sínu framfæri og hann þarf að sjá fyrir þessu fólki, hann er eina fyrirvinnan. Þetta er mikið basl en svo fyllist hann góðri von þegar tveir norskir bræður, Eviger-bræður, koma og bjóðast til að kaupa gömlu jörðina sem er hinum megin við fjörðinn. Þarna eygir hann bara rosa …
Athugasemdir (1)