Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Aldrei fleiri verið einmana

Yf­ir fjórð­ung­ur ungs fólks lýsti því að það fyndi oft eða mjög oft til ein­mana­leika í síð­asta mán­uði. Kon­ur eru mun oft­ar einmana en karl­ar. Ein­mana­leiki jókst ekki hjá öldr­uð­um í heims­far­aldr­in­um, þvert á það sem marg­ir ótt­uð­ust. Sviðs­stjóri hjá land­læknisembætt­inu seg­ir um nýtt heilsu­far­svanda­mál að ræða.

Aldrei fleiri verið einmana
Einmanaleiki nýtt heilsufarsvandamál Ríflega fjórðungur ungs fólks sagðist oft eða mjög oft vera einmana í síðasta mánuði. Mynd: Shutterstock

Verulega aukinn einmanaleiki mælist meðal landsmanna í könnunum sem gerðar eru fyrir lýðheilsuvakt landlæknisembættisins. Í síðasta mánuði greindu ríflega 16 prósent þátttakenda í könnuninni frá því að þeir fyndu oft eða mjög oft fyrir einmanaleika. Í yngsta aldurshópnum er staðan enn verri, en ríflega fjórðungur ungs fólks svarar því til að það sé einmana. Sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá landlækni segir um nýtt heilsufarsvandamál að ræða.

Greina má verulega aukningu á einmanaleika milli mánaða en í september svöruðu 13,4 prósent aðspurðra því til að þau væru oft eða mjög oft einmana. Hlutfallið í síðasta mánuði er hið hæsta sem hefur mælst en í júlímánuði 2020 mældist einmanaleiki 15,1 prósent. Það sem af er ári hafa að jafnaði 10 til 12 prósent svarað því til að þau séu einmana.

Einmana konur og ungt fólk

Verulegur munur er milli kynja þegar kemur að auknum einmanaleika. Alls svöruðu 21,9 prósent kvenna því játandi þegar þær …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár