Verulega aukinn einmanaleiki mælist meðal landsmanna í könnunum sem gerðar eru fyrir lýðheilsuvakt landlæknisembættisins. Í síðasta mánuði greindu ríflega 16 prósent þátttakenda í könnuninni frá því að þeir fyndu oft eða mjög oft fyrir einmanaleika. Í yngsta aldurshópnum er staðan enn verri, en ríflega fjórðungur ungs fólks svarar því til að það sé einmana. Sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá landlækni segir um nýtt heilsufarsvandamál að ræða.
Greina má verulega aukningu á einmanaleika milli mánaða en í september svöruðu 13,4 prósent aðspurðra því til að þau væru oft eða mjög oft einmana. Hlutfallið í síðasta mánuði er hið hæsta sem hefur mælst en í júlímánuði 2020 mældist einmanaleiki 15,1 prósent. Það sem af er ári hafa að jafnaði 10 til 12 prósent svarað því til að þau séu einmana.
Einmana konur og ungt fólk
Verulegur munur er milli kynja þegar kemur að auknum einmanaleika. Alls svöruðu 21,9 prósent kvenna því játandi þegar þær …
Athugasemdir