Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Aldrei fleiri verið einmana

Yf­ir fjórð­ung­ur ungs fólks lýsti því að það fyndi oft eða mjög oft til ein­mana­leika í síð­asta mán­uði. Kon­ur eru mun oft­ar einmana en karl­ar. Ein­mana­leiki jókst ekki hjá öldr­uð­um í heims­far­aldr­in­um, þvert á það sem marg­ir ótt­uð­ust. Sviðs­stjóri hjá land­læknisembætt­inu seg­ir um nýtt heilsu­far­svanda­mál að ræða.

Aldrei fleiri verið einmana
Einmanaleiki nýtt heilsufarsvandamál Ríflega fjórðungur ungs fólks sagðist oft eða mjög oft vera einmana í síðasta mánuði. Mynd: Shutterstock

Verulega aukinn einmanaleiki mælist meðal landsmanna í könnunum sem gerðar eru fyrir lýðheilsuvakt landlæknisembættisins. Í síðasta mánuði greindu ríflega 16 prósent þátttakenda í könnuninni frá því að þeir fyndu oft eða mjög oft fyrir einmanaleika. Í yngsta aldurshópnum er staðan enn verri, en ríflega fjórðungur ungs fólks svarar því til að það sé einmana. Sviðsstjóri lýðheilsusviðs hjá landlækni segir um nýtt heilsufarsvandamál að ræða.

Greina má verulega aukningu á einmanaleika milli mánaða en í september svöruðu 13,4 prósent aðspurðra því til að þau væru oft eða mjög oft einmana. Hlutfallið í síðasta mánuði er hið hæsta sem hefur mælst en í júlímánuði 2020 mældist einmanaleiki 15,1 prósent. Það sem af er ári hafa að jafnaði 10 til 12 prósent svarað því til að þau séu einmana.

Einmana konur og ungt fólk

Verulegur munur er milli kynja þegar kemur að auknum einmanaleika. Alls svöruðu 21,9 prósent kvenna því játandi þegar þær …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár