Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Fyrrverandi hæstaréttardómari ráðleggur konum að drekka minna til að forðast nauðganir

Jón Stein­ar Gunn­laugs­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur seg­ir að áfeng­is- og vímu­efna­notk­un sé ástæða lang­flestra kyn­ferð­is­brota. Eigi það við um bæði brota­menn og brota­þola, sem Jón Stein­ar seg­ir að hvor­ir tveggja upp­lifi „dap­ur­lega lífs­reynslu“. Stíga­mót leggja áherslu á ekk­ert rétt­læt­ir naug­un og að nauðg­ari er einn ábyrg­ur gerða sinna. Í rann­sókn á dóm­um Hæsta­rétt­ar í nauðg­un­ar­mál­um kom fram að greina megi það við­horf í dóm­um rétt­ar­ins að „rétt­ur karla sé verð­mæt­ari en rétt­ur kvenna“.

Fyrrverandi hæstaréttardómari ráðleggur konum að drekka minna til að forðast nauðganir
Segir bæði gerendur og brotaþola upplifa „dapurlega lífsreynslu“ Jón Steinar segir að vímuefnaneysla sé helsti orsakavaldur kynferðisbrota en illa sé tekið í það ef konur séu varaðar við að neyta vímuefna á skemmtistöðum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, telur að besta leiðin til að sporna gegn kynferðisbrotum sé sú að fólk, ekki síst konur, hætti eða dragi í það minnsta verulega úr notkun áfengis og vímuefna.

„Ráðið er sem sagt að hætta eða draga verulega úr notkun áfengis- og  vímuefna hvort sem er á skemmtistöðum eða bara heima fyrir. Slíkt er til þess fallið að draga úr hættu á þessum brotum, þó að þau yrðu seint alveg úr sögunni,“ segir Jón Steinar. Þá úrskurðar hann um þau sem ekki hlíða ráði hans: „Þeir sem ekki geta nýtt sér þetta ráð eru líklega háðir vímugjöfunum með þeim hætti að þeir ættu að leita sér hjálpar,“ segir hann í grein í Morgunblaðinu í dag.

Jón Steinar segir að því sé því illa tekið þegar bent sé á slíkt. „Í raun er verið að segja að ekki megi benda fólki á að reyna að gæta sín sjálft. Það er samt  vafalaust besta vörnin gegn svona brotum að gæta sín sjálfur. Þetta jafnast t.d. á við að gæta sín í umferðinni til að forðast slys.“

Fræðsluefni í aðra átt

Í fræðsluefni Stígamóta um nauðganir kemur hins vegar fram að enginn annar en nauðgarinn sjálfur beri ábyrgð á nauðguninni. „Án tillits til aðstæðna á kona rétt á því að segja nei hvenær sem er. Það sama gildir ef konan er ekki fær um að segja nei vegna ölvunar, svefnástands eða annarra aðstæðna. Nauðgun er fyrst og fremst ofbeldisverk, kynferðislegar athafnir eru sá farvegur sem ofbeldismaðurinn velur ofbeldi sínu.“

Þá kemur fram í grein Þórhildar Sæmundsdóttur, kynjafræðings og meistaranema í lögfræði, og Þorgerðar J. Einarsdóttur, prófessors í kynjafræði frá árinu 2018, þar sem þær skrifa um rannsókn sína á dómum í naugðunarmálum í Hæstarétti, að viðhorf sem „litast af nauðgunarmýtum eru til staðar meðal dómara í Hæstarétti.“ Sömuleiðis segir að viðhorf þar sem þolendum sé sýndur skilningur vegna ölvunar þegar brotið hafi verið á þeim „heyra til undantekninga“. 

Tilgreinir ofbeldisbrot og framhjáhöld sem afleiðingar 

Grein Jóns SteinarsMorgunblaðið birtir grein fyrrverandi hæstaréttardómara í dag um sjálfsábyrgð nauðgana.

Í grein sinni fjallar Jón Steinar um að umræða um kynferðisbrot hafi verið talsverð að undanförnu og í því samhengi hafi því verið haldið á lofti að brotamenn sleppi við refsingar sökum þess að erfitt reynist að sanna á þá sakir. Þó hafi nokkuð verið um að slíkir menn séu engu að síður nafngreindir á opinberum vettvangi. „Veldur þetta þeim stundum velferðarmissi, brottrekstri úr vinnu eða útskúfun frá þátttöku í íþróttum svo dæmi séu nefnd,“ skrifar Jón Steinar.

Í framhaldinu rekur Jón Steinar svo þá skoðun að ein hlið sé þessum málum sem lítið hafi verið rædd og sumir telji að helst megi ekki minnast á. „Þar á ég við áfengis- og vímuefnanotkun langflestra sem þurfa að upplifa þá dapurlegu lífsreynslu sem hér um ræðir, bæði brotamenn og brotaþola.“

Jón Steinar fullyrðir að áfengi og vímuefni orsaki kynferðisbrotin.

„Ég tel að áfengis- og vímuefnanotkun sé ráðandi áhrifaþáttur í langflestum þessara brota. Afleiðingar hennar geta auk nauðgana og annarra ofbeldisbrota verið ótímabærar þunganir, vanræksla og jafnvel misnotkun barna, fóstureyðingar, forsjársviptingar, skaðleg andleg áhrif á börn, framhjáhöld,  slys og ótímabær andlát. Þó að enginn vafi sé á, að þessi neysla sé stærsti áhrifaþátturinn í bölinu, heyrast þær skoðanir að á þetta megi helst ekki minnast. Til dæmis megi ekki vara, oftast konur, við vímuefnanotkun á skemmtistöðum. Með því sé verið að réttlæta brot misindismanna, sem á þeim brjóta. Þetta er auðvitað hálfgerður þvættingur, sem á líklega rót sína að rekja til þess að svo margir vilja geta þjónað áfengisnautn sinni í frið.“

Aðeins 13% mála enda með sakfellingu

Baráttufólk gegn kynferðisofbeldi hefur ítrekað og árum saman bent á að gerendur bera ábyrgð á brotum sínum en brotaþolar ekki. Það að fólk sé undir áhrifum vímugjafa hafi ekkert með þá ábyrgð að gera.

„Umfjöllunin sýnir að viðhorf sem litast af nauðgunarmýtum eru til staðar meðal dómara í Hæstarétti og innan héraðsdómstóla“
Þórhildur Sæmundsdóttir og Þorgerður J. Einarsdóttir

Meðferð réttarvörslukerfisins á málum er varða kynbundið ofbeldi hefur sætt gagnrýni um langt skeið. Tölur sýna að flestar tilkynningar um kynferðislegt ofbeldi til lögreglu fara ekki fyrir dóm. Aðeins um 17 prósent tilkynntra nauðgunarmála eru tekin fyrir hjá dómstólum og þar af enduðu aðeins 13 prósent þeirra með sakfellingu.

Í grein Þórhildar Sæmundsdóttur, kynjafræðings og meistaranema í lögfræði, og Þorgerðar J. Einarsdóttur, prófessors í kynjafræði, „Hún reyndi ekki að kalla á hjálp...“ sem birtist í Ritinu árið 2018, eru niðurstöður Hæstaréttar í nauðgunarmálum greindar. Jón Steinar gengdi embætti dómara við Hæstarétt á árabilinu 2004 til 2012.  

Í grein þeirra Þórhildar og Þorgerðar kemur fram að 85 dómar Hæstaréttar í nauðgunarmálum á árabilinu 1992 til 2015 hafi verið greindir við rannsóknina. „Umfjöllunin sýnir að viðhorf sem litast af nauðgunarmýtum eru til staðar meðal dómara í Hæstarétti og innan héraðsdómstóla. [...] Þrátt fyrir miklar breytingar á kynferðisbrotakaflanum árið 2007 má enn greina viðhorf þar sem brotin virðast einungis skoðuð út frá sjónarhóli geranda. Umfjöllunin gefur til kynna að „réttur karla sé verðmætari en réttur kvenna.“

Meðal mála sem vitnað er til þar er dómur frá árinu 2013 þar sem Hæstiréttur sýknaði tvo menn af því að hafa nauðgað konu. Þar er tilgreint að meirihluti dómara hafi í dómnum sagt um vitnisburð stúlkunnar að ekki hafi verið samræmi í vitnisburði hennar hjá lögreglu og fyrir dómi. „Eins og sést að ofan telur Hæstiréttur það mikilvægt hvaða tegund og magn áfengis stúlkan drakk umrætt kvöld,“ segir í grein þeirra Þórhildar og Þorgerðar.

Vísað er til annars máls í greininni þar sem brotaþoli var mikið ölvuð þegar brotið átti sér stað. Ölvunin hafi í dómi héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti árið 2008, verið metin konunni til hagsbóta við vitnisburð hennar og henni sýndur skilningur þegar framburður hennar var metinn. „Slík viðhorf heyra til undantekninga í þeim dómum sem rannsakaðir voru,“ skrifa þær Þórhildur og Þorgerður.

Gengið gegn vilja löggjafans við rannsókn kynferðisbrota

Í mars síðastliðnum kærðu níu konur íslenska ríkið til Mannréttindadómsstóls Evrópu fyrir að hafa brotið á rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar. Konurnar áttu það sameiginlegt að vera brotaþolar sem kært höfðu nauðganir, heimilsofbeldi og kynferðislega áreitni til lögreglu en mál þeirra voru felld niður af ákæruvaldinu.

Í kynningu þrettán kvenna- og jafnréttissamtaka í mars síðastliðnum vegna kæru kvennanna níu kom meðal annars fram að auk ýmissa alvarlegra annmarka við rannsókn lögreglu almennt þegar kæmi að rannsókn kynferðisbrota gegn konum þá væri einnig gengið gegn vilja löggjafans, Alþingis, þegar kæmi að túlkun laganna þegar væru dómtekin. Þannig hefði í mörgum málum verið einblínt á „hvort að sakborningur hefði mátt gera sér grein fyrir því að brotaþoli hafi ekki veitt samþykki, t.d. sökum ölvunarástands, fermur en á það hvort hann hafi fengið samþykki, eins og lögin kveða á um.“

Umrædd kvenna- og jafnréttissamtök, sem eru Aflið, Druslugangan, Femínistafélag Háskóla Íslands, Flóra, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvennaráðgjöfin Kvenréttindafélag Íslands, Rótin, Stígamót, W.O.M.E.N. og UN Women á Íslandi, krefja ríkið um að ráðast í ýmsar umbætur í málaflokknum. Meðal þeirra er „að dómurum, saksóknurum, og lögreglu sé veitt fræðsla um vilja löggjafans varðandi þau ákvæði sem snúa að kynferðisbrotum og ofbeldi í nánum samböndum, og þá sérstaklega nauðgunarákvæðið sem byggir nú á samþykki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
3
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
5
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár