Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Arðgreiðslur í sjávarútvegi í fyrra: Guðmundur og Guðbjörg í algjörum sérflokki

Guð­mund­ur Kristjáns­son í Brimi og Guð­björg Matth­ías­dótt­ir í Ís­fé­lag­inu í Vest­manna­ey­um eru í sér­flokki þeg­ar kem­ur að hlut­deild þeirra í arð­greiðsl­um úr sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um í fyrra. Sam­an­lagð­ar arð­greiðsl­ur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja náðu sögu­legu há­marki í fyrra þeg­ar arð­ur­inn út úr grein­inni rúm­lega tvö­fald­að­ist og fór í 21,5 millj­arða króna.

<span>Arðgreiðslur í sjávarútvegi í fyrra:</span> Guðmundur og Guðbjörg í algjörum sérflokki
Efstur á lista Guðmundur Kristjánsson, stærsti eigandi Brims, er sá einstaklingur í íslenskum sjávarútvegi sem hagnaðist mest persónulega í fyrra vegna arðgreiðslna út úr útgerðarfélögum.

Sá hluthafi í íslenskum útgerðum sem hagnaðist mest, beint eða óbeint, vegna arðgreiðslna úr íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum í fyrra var Guðmundur Kristjánsson í sjávarútvegsfyrirtækinu Brimi. Guðmundur er stærsti hluthafi Brims með rúmlega þriðjungs eignarhlut. Persónuleg hlutdeild hans í arðgreiðslu Brims var 888 milljónir króna. Arðgreiðsla Brims í fyrra var í nokkrum sérflokki, 2.350 milljónir króna, og var Brim eina fyrirtækið sem greiddi út arð sem var hærri en tveir milljarðar króna.

Næst þar á eftir var Síldarvinnslan með rúmlega 1.800 milljóna króna arðgreiðslu til hluthafa. Bæði félögin eru skráð á markað og því ríkari þörf fyrir útgreiðslu en í útgerðum sem eru í eigu fárra einstaklinga eða fjölskyldna þar sem til dæmis lífeyrissjóðir eru í hluthafahópnum. 

Sá einstaklingur sem hagnaðist næstmest, beint eða óbeint, var Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum. Persónuleg hlutdeild hennar í arðgreiðslu Ísfélags Vestmannaeyja í fyrra var 715 milljónir króna.  

Þetta er ein af niðurstöðunum í úttekt Stundarinnar …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sjávarútvegsskýrslan

„Þýðir ekkert endalaust að  horfa bara niður á bryggju“
VettvangurSjávarútvegsskýrslan

„Þýð­ir ekk­ert enda­laust að horfa bara nið­ur á bryggju“

Flat­eyri skag­ar út í Ön­und­ar­fjörð, um­vaf­in há­um fjöll­um. Snjór­inn í fjöll­un­um hjó sár í sam­fé­lag­ið, á sama tíma og þorp­ið tókst á við of­veiði og brot­hætt­an sjáv­ar­út­veg sem hafði ver­ið lífæð sam­fé­lags­ins í ára­tugi. Eft­ir fólks­fækk­un, minnk­andi þjón­ustu og nið­ur­brot þurfi sam­fé­lag­ið að finna sér ann­an far­veg. Í dag er fram­tíð­in eitt­hvað allt ann­að en fisk­ur. Og það er allt í lagi, segja íbú­ar, full­ir bjart­sýni og með von um bjarta tíma framund­an.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár