Sá hluthafi í íslenskum útgerðum sem hagnaðist mest, beint eða óbeint, vegna arðgreiðslna úr íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum í fyrra var Guðmundur Kristjánsson í sjávarútvegsfyrirtækinu Brimi. Guðmundur er stærsti hluthafi Brims með rúmlega þriðjungs eignarhlut. Persónuleg hlutdeild hans í arðgreiðslu Brims var 888 milljónir króna. Arðgreiðsla Brims í fyrra var í nokkrum sérflokki, 2.350 milljónir króna, og var Brim eina fyrirtækið sem greiddi út arð sem var hærri en tveir milljarðar króna.
Næst þar á eftir var Síldarvinnslan með rúmlega 1.800 milljóna króna arðgreiðslu til hluthafa. Bæði félögin eru skráð á markað og því ríkari þörf fyrir útgreiðslu en í útgerðum sem eru í eigu fárra einstaklinga eða fjölskyldna þar sem til dæmis lífeyrissjóðir eru í hluthafahópnum.
Sá einstaklingur sem hagnaðist næstmest, beint eða óbeint, var Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum. Persónuleg hlutdeild hennar í arðgreiðslu Ísfélags Vestmannaeyja í fyrra var 715 milljónir króna.
Þetta er ein af niðurstöðunum í úttekt Stundarinnar …
Athugasemdir