Byrjum í Bandaríkjunum þar sem málið hefur verið rannsakað í þaula. Kaninn býr að óvilhöllum rannsóknarstofnunum til að fást við slíka hluti. Ein slík stofnun heitir Brennan Center for Justice, hún tilheyrir lagadeild New York háskóla og dregur nafn sitt af William J. Brennan, fjölvirtum og frjálslyndum hæstaréttardómara.
Sérfræðingar stofnunarinnar hafa rannsakað meint kosningasvik og komizt að þeirri niðurstöðu að svik eru sárasjaldgæf í Bandaríkjunum nú orðið þótt kvittur um svik gjósi upp við og við, stundum jafnvel háværar ásakanir líkt og eftir kosningarnar 2016, 2018 og 2020. Rækileg eftirgrennslan í öllum 50 ríkjum landsins hefur þó leitt í ljós að ásakanir Donalds Trump, fv. forseta, og manna hans um kosningasvik af hálfu demókrata 2020 eru uppspuni frá rótum. Ásakanir Trumps eru jafnframt ískyggileg vísbending um að hann sjálfur og samherjar hans í Repúblikanaflokknum telji sig mega beita öllum brögðum í framtíðinni og ekki þurfi að lúta …
Athugasemdir