Eignarhaldsfélag Magnúsar Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra orkusölufyrirtækisins Íslenskrar orkumiðlunar og fyrrverandi hluthafa í félaginu, hagnaðist um 272 milljónir króna í fyrra. Þá seldi félag hans, Betelgás ehf., hlutabréf í orkusölufyrirtækinu til almenningshlutafélagsins Festis, sem er í meirihlutaeigu lífeyrissjóða. Kaupverðið var að hluta til greitt með reiðufé og að hluta til með hlutabréfum í Festi, sem meðal annars á N1, Krónuna, Elko og fleiri félög. Þetta kemur fram í ársreikningi Betelgás sem nýlega var skilað til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra.
Á einu ári fóru eignir félags Magnúsar fór því að vera bókfærðar á tæplega 16 milljónir króna og upp í tæplega 293 milljónir króna. Félag Magnúsar hefur svo selt hlutabréf í Festi á þessu ári og þannig innleyst enn meiri hagnað vegna viðskiptanna.
Hluthafar Íslenskrar orkumiðlunar voru, auk félags Magnúsar: fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, forstjóra Icelandic Seafood, FISK-Seafood, útgerðarfélag Kaupfélags Skagfirðinga og Ísfélag Vestmannaeyja.
Athugasemdir (3)