Hver á nú að standa upp og taka slaginn, spyr Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, með tilvitnun í bandarískan texta söngkonunnar Hazel Dickens, þar sem hún söng um morðið á verkalýðsbaráttumanninum Jock Yablonski. Bæði Viðar og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður stéttarfélagsins, hafa tilkynnt um afsögn og uppsögn sínar. Tilefnið eru deilur og ásakanir starfsfólks á skrifstofu Eflingar um ógnarstjórn Sólveigar Önnu gagnvart starfsfólkinu þar.
Rifjar upp kaldrifjað morð baráttumanns
Viðar segir í pistli á Facebook-síðu sinni að hann hafi lengi haft áhuga á sögu verkalýðsbaráttunnar í Appalachia-fjöllum Bandaríkjanna. Rifjar hann upp morðið á Yablonski sem hafði ætlað að skora Tony Boyle, formann stéttarfélags námuverkamanna, á hólm í formannskjöri. Boyle réð leigumorðingja til að sjá til þess að sú tilraun myndi ekki skila árangri.
Þetta setur Viðar í samhengi við stöðuna í Eflingu.
„[Yablonski] hafði gagnrýnt taumlausa spillingu og dugleysi innan félagsins. Hann hafði …
Svo má nefna. Frjáls áfengissala Afréttarinn heim að dyrum. Og að lokum verkalýðsfélög í eigu Atvinnurekenda.
"Stæli ég glóandi gulli
úr greipum hvers einasta manns,
Þá væri ég örn minnar ættar
og orka míns föðurlands.
(Vort daglega brauð 1935/1950)