Samherji og Síldarvinnslan eru í sérflokki þegar kemur að fjárfestingum í óskyldum greinum. Eignarhlutur Síldarvinnslunnar í Sjóvá-Almennum hefur þar mikil áhrif enda eðli tryggingafélaga að fjárfesta víða.
Breytt eignarhald Samherjasamstæðunnar hefur þó fært fjárfestingar sem áður voru beintengdar útgerðinni til hliðar við hana. Samherji Holding er fjárfestingafélag Samherja en það er nú aðallega í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar, sem arfleiddu börn sín að íslenskum útgerðarhluta. Samherji hf., félagið sem heldur utan um útgerðarfélögin Samherja Ísland hf., Útgerðarfélag Akureyringa og eignarhluti Samherjasamstæðunnar í öðrum útgerðarfélögum, svo sem Síldarvinnslunni, á aftur á móti lítinn hluta í Samherja Holding.
Í gegnum það eignarhald fer til að mynda eignarhlutur Samherja á Eimskipafélagi Íslands, þar sem Baldvin Þorsteinsson, einn erfingjanna, situr í stóli stjórnarformanns. Bein fjárfesting í verslunarrisanum Högum tengir svo Samherja inn í matvöruverslanir sem flestir Íslendingar versla við endrum og eins.
Önnur útgerðarfélög hafa ekki fjárfest jafn víða og …
Athugasemdir