Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lífeyrissjóðirnir ætla sjálfir að reka Jóakim

Reikni­stofa líf­eyr­is­sjóð­anna ætl­ar að taka yf­ir rekst­ur tölvu­kerf­is­ins Jóakims sem var í rekstri og um­sjá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Init. Eig­end­ur þess höfðu greitt sér 600 millj­ón­ir í arð út úr syst­ur­fé­lagi Init sem rukk­aði fyr­ir­tæk­ið um ýmsa þjón­ustu.

Lífeyrissjóðirnir ætla sjálfir að reka Jóakim
Í eigu sjóðfélaga Reiknistofa lífeyrissjóðanna er eignarhaldsfélag tölvukerfisins Jóakims og er í eigu tíu lífeyrissjóða. Þeir eru svo í eigu sjóðfélaganna. Mynd: Pressphotos

Reiknistofa lífeyrissjóða hefur ákveðið að taka sjálft yfir rekstur tölvukerfisins Jóakims, sem áður var í umsjá hugbúnaðarfyrirtækisins Init. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reiknistofunni.

Samningi Init hafði áður verið sagt upp í kjölfar þess að Kveikur á RÚV afhjúpaði hvernig eigendur þess rukkuðu Init fyrir eigin vinnu í gegnum eignarhaldsfélög sín og hvernig systurfélag InitInit-rekstur, rukkaði það fyrrnefnda fyrir ýmsa óskilgreinda þjónustu. Í umfjöllun Kveiks kom fram að á árunum 2015 til 2019 hafi 636 milljónir farið frá Init til Init-rekstrar og aðrar 278 milljónir til þriggja einkahlutafélaga í eigu þriggja eigenda og lykilstarfsmanna Init. Þá hafi 600 milljóna arður verið greiddur út úr þessu systurfélagi til eigendanna á tímabilinu.

Í kjölfar umfjöllunar Kveiks ákvað Reiknistofan að fela endurskoðendaskrifstofunni EY að yfirfara og rannsaka málið. Niðurstaða endurskoðendanna var að Init og eigendur þess hefðu brotið samninginn um rekstur Jóakims. Auk þess að ráðast í úttekt á starfsháttum Init réðu lífeyrissjóðirnir Almar Guðmundsson sem framkvæmdastjóra Reiknistofunnar.

Kerfið Jóakim er mikilvægur hlekkur í rekstri lífeyrissjóðanna og annarra sem nota kerfið. Kerfið heldur utan um eignir lífeyrissjóða, réttindi sjóðfélaga og fleiri lykilupplýsingar í starfsemi þeirra. Til viðbótar við lífeyrissjóði notar fjöldi stéttarfélaga, þar á meðal Efling, eitt stærsta stéttarfélag landsins, kerfið til að halda utan um réttindi síns félagsfólks.

Í yfirlýsingu Reiknistofunnar segir að vinna við að yfirfara öll atriði er varða rekstur og þróun Jóakims muni halda áfram á næstunni og að upplýsa eigi sjóðfélaga um stöðu þeirrar vinnu „eftir því sem efni og aðstæður leyfa“, eins og það er orðað.

Yfirtaka Reiknistofunnar á Jóakim er líka ætlað að spara peninga. „Samhliða er stefnt að því að draga úr kostnaði við rekstur á Jóakim kerfinu til lengri tíma meðal annars með því að einfalda rekstrarfyrirkomulag,“ segir í yfirlýsingunni. Reiknistofan er í eigu tíu lífeyrissjóða en af þeim nota átta kerfið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár