Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lífeyrissjóðirnir ætla sjálfir að reka Jóakim

Reikni­stofa líf­eyr­is­sjóð­anna ætl­ar að taka yf­ir rekst­ur tölvu­kerf­is­ins Jóakims sem var í rekstri og um­sjá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Init. Eig­end­ur þess höfðu greitt sér 600 millj­ón­ir í arð út úr syst­ur­fé­lagi Init sem rukk­aði fyr­ir­tæk­ið um ýmsa þjón­ustu.

Lífeyrissjóðirnir ætla sjálfir að reka Jóakim
Í eigu sjóðfélaga Reiknistofa lífeyrissjóðanna er eignarhaldsfélag tölvukerfisins Jóakims og er í eigu tíu lífeyrissjóða. Þeir eru svo í eigu sjóðfélaganna. Mynd: Pressphotos

Reiknistofa lífeyrissjóða hefur ákveðið að taka sjálft yfir rekstur tölvukerfisins Jóakims, sem áður var í umsjá hugbúnaðarfyrirtækisins Init. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reiknistofunni.

Samningi Init hafði áður verið sagt upp í kjölfar þess að Kveikur á RÚV afhjúpaði hvernig eigendur þess rukkuðu Init fyrir eigin vinnu í gegnum eignarhaldsfélög sín og hvernig systurfélag InitInit-rekstur, rukkaði það fyrrnefnda fyrir ýmsa óskilgreinda þjónustu. Í umfjöllun Kveiks kom fram að á árunum 2015 til 2019 hafi 636 milljónir farið frá Init til Init-rekstrar og aðrar 278 milljónir til þriggja einkahlutafélaga í eigu þriggja eigenda og lykilstarfsmanna Init. Þá hafi 600 milljóna arður verið greiddur út úr þessu systurfélagi til eigendanna á tímabilinu.

Í kjölfar umfjöllunar Kveiks ákvað Reiknistofan að fela endurskoðendaskrifstofunni EY að yfirfara og rannsaka málið. Niðurstaða endurskoðendanna var að Init og eigendur þess hefðu brotið samninginn um rekstur Jóakims. Auk þess að ráðast í úttekt á starfsháttum Init réðu lífeyrissjóðirnir Almar Guðmundsson sem framkvæmdastjóra Reiknistofunnar.

Kerfið Jóakim er mikilvægur hlekkur í rekstri lífeyrissjóðanna og annarra sem nota kerfið. Kerfið heldur utan um eignir lífeyrissjóða, réttindi sjóðfélaga og fleiri lykilupplýsingar í starfsemi þeirra. Til viðbótar við lífeyrissjóði notar fjöldi stéttarfélaga, þar á meðal Efling, eitt stærsta stéttarfélag landsins, kerfið til að halda utan um réttindi síns félagsfólks.

Í yfirlýsingu Reiknistofunnar segir að vinna við að yfirfara öll atriði er varða rekstur og þróun Jóakims muni halda áfram á næstunni og að upplýsa eigi sjóðfélaga um stöðu þeirrar vinnu „eftir því sem efni og aðstæður leyfa“, eins og það er orðað.

Yfirtaka Reiknistofunnar á Jóakim er líka ætlað að spara peninga. „Samhliða er stefnt að því að draga úr kostnaði við rekstur á Jóakim kerfinu til lengri tíma meðal annars með því að einfalda rekstrarfyrirkomulag,“ segir í yfirlýsingunni. Reiknistofan er í eigu tíu lífeyrissjóða en af þeim nota átta kerfið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár