Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lífeyrissjóðirnir ætla sjálfir að reka Jóakim

Reikni­stofa líf­eyr­is­sjóð­anna ætl­ar að taka yf­ir rekst­ur tölvu­kerf­is­ins Jóakims sem var í rekstri og um­sjá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Init. Eig­end­ur þess höfðu greitt sér 600 millj­ón­ir í arð út úr syst­ur­fé­lagi Init sem rukk­aði fyr­ir­tæk­ið um ýmsa þjón­ustu.

Lífeyrissjóðirnir ætla sjálfir að reka Jóakim
Í eigu sjóðfélaga Reiknistofa lífeyrissjóðanna er eignarhaldsfélag tölvukerfisins Jóakims og er í eigu tíu lífeyrissjóða. Þeir eru svo í eigu sjóðfélaganna. Mynd: Pressphotos

Reiknistofa lífeyrissjóða hefur ákveðið að taka sjálft yfir rekstur tölvukerfisins Jóakims, sem áður var í umsjá hugbúnaðarfyrirtækisins Init. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reiknistofunni.

Samningi Init hafði áður verið sagt upp í kjölfar þess að Kveikur á RÚV afhjúpaði hvernig eigendur þess rukkuðu Init fyrir eigin vinnu í gegnum eignarhaldsfélög sín og hvernig systurfélag InitInit-rekstur, rukkaði það fyrrnefnda fyrir ýmsa óskilgreinda þjónustu. Í umfjöllun Kveiks kom fram að á árunum 2015 til 2019 hafi 636 milljónir farið frá Init til Init-rekstrar og aðrar 278 milljónir til þriggja einkahlutafélaga í eigu þriggja eigenda og lykilstarfsmanna Init. Þá hafi 600 milljóna arður verið greiddur út úr þessu systurfélagi til eigendanna á tímabilinu.

Í kjölfar umfjöllunar Kveiks ákvað Reiknistofan að fela endurskoðendaskrifstofunni EY að yfirfara og rannsaka málið. Niðurstaða endurskoðendanna var að Init og eigendur þess hefðu brotið samninginn um rekstur Jóakims. Auk þess að ráðast í úttekt á starfsháttum Init réðu lífeyrissjóðirnir Almar Guðmundsson sem framkvæmdastjóra Reiknistofunnar.

Kerfið Jóakim er mikilvægur hlekkur í rekstri lífeyrissjóðanna og annarra sem nota kerfið. Kerfið heldur utan um eignir lífeyrissjóða, réttindi sjóðfélaga og fleiri lykilupplýsingar í starfsemi þeirra. Til viðbótar við lífeyrissjóði notar fjöldi stéttarfélaga, þar á meðal Efling, eitt stærsta stéttarfélag landsins, kerfið til að halda utan um réttindi síns félagsfólks.

Í yfirlýsingu Reiknistofunnar segir að vinna við að yfirfara öll atriði er varða rekstur og þróun Jóakims muni halda áfram á næstunni og að upplýsa eigi sjóðfélaga um stöðu þeirrar vinnu „eftir því sem efni og aðstæður leyfa“, eins og það er orðað.

Yfirtaka Reiknistofunnar á Jóakim er líka ætlað að spara peninga. „Samhliða er stefnt að því að draga úr kostnaði við rekstur á Jóakim kerfinu til lengri tíma meðal annars með því að einfalda rekstrarfyrirkomulag,“ segir í yfirlýsingunni. Reiknistofan er í eigu tíu lífeyrissjóða en af þeim nota átta kerfið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár