Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lífeyrissjóðirnir ætla sjálfir að reka Jóakim

Reikni­stofa líf­eyr­is­sjóð­anna ætl­ar að taka yf­ir rekst­ur tölvu­kerf­is­ins Jóakims sem var í rekstri og um­sjá hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Init. Eig­end­ur þess höfðu greitt sér 600 millj­ón­ir í arð út úr syst­ur­fé­lagi Init sem rukk­aði fyr­ir­tæk­ið um ýmsa þjón­ustu.

Lífeyrissjóðirnir ætla sjálfir að reka Jóakim
Í eigu sjóðfélaga Reiknistofa lífeyrissjóðanna er eignarhaldsfélag tölvukerfisins Jóakims og er í eigu tíu lífeyrissjóða. Þeir eru svo í eigu sjóðfélaganna. Mynd: Pressphotos

Reiknistofa lífeyrissjóða hefur ákveðið að taka sjálft yfir rekstur tölvukerfisins Jóakims, sem áður var í umsjá hugbúnaðarfyrirtækisins Init. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reiknistofunni.

Samningi Init hafði áður verið sagt upp í kjölfar þess að Kveikur á RÚV afhjúpaði hvernig eigendur þess rukkuðu Init fyrir eigin vinnu í gegnum eignarhaldsfélög sín og hvernig systurfélag InitInit-rekstur, rukkaði það fyrrnefnda fyrir ýmsa óskilgreinda þjónustu. Í umfjöllun Kveiks kom fram að á árunum 2015 til 2019 hafi 636 milljónir farið frá Init til Init-rekstrar og aðrar 278 milljónir til þriggja einkahlutafélaga í eigu þriggja eigenda og lykilstarfsmanna Init. Þá hafi 600 milljóna arður verið greiddur út úr þessu systurfélagi til eigendanna á tímabilinu.

Í kjölfar umfjöllunar Kveiks ákvað Reiknistofan að fela endurskoðendaskrifstofunni EY að yfirfara og rannsaka málið. Niðurstaða endurskoðendanna var að Init og eigendur þess hefðu brotið samninginn um rekstur Jóakims. Auk þess að ráðast í úttekt á starfsháttum Init réðu lífeyrissjóðirnir Almar Guðmundsson sem framkvæmdastjóra Reiknistofunnar.

Kerfið Jóakim er mikilvægur hlekkur í rekstri lífeyrissjóðanna og annarra sem nota kerfið. Kerfið heldur utan um eignir lífeyrissjóða, réttindi sjóðfélaga og fleiri lykilupplýsingar í starfsemi þeirra. Til viðbótar við lífeyrissjóði notar fjöldi stéttarfélaga, þar á meðal Efling, eitt stærsta stéttarfélag landsins, kerfið til að halda utan um réttindi síns félagsfólks.

Í yfirlýsingu Reiknistofunnar segir að vinna við að yfirfara öll atriði er varða rekstur og þróun Jóakims muni halda áfram á næstunni og að upplýsa eigi sjóðfélaga um stöðu þeirrar vinnu „eftir því sem efni og aðstæður leyfa“, eins og það er orðað.

Yfirtaka Reiknistofunnar á Jóakim er líka ætlað að spara peninga. „Samhliða er stefnt að því að draga úr kostnaði við rekstur á Jóakim kerfinu til lengri tíma meðal annars með því að einfalda rekstrarfyrirkomulag,“ segir í yfirlýsingunni. Reiknistofan er í eigu tíu lífeyrissjóða en af þeim nota átta kerfið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár