Tuttugu stærstu útgerðarfyrirtæki landsins eiga eignarhluti, beint og óbeint, í hundruðum íslenskra fyrirtækja sem starfa í alls óskyldum greinum. Þessar útgerðir fara með yfirráð yfir langstærstum hluta íslenskra aflaheimilda og hafa á undanförnum árum haft af því gríðarlegar tekjur. Þessum tekjum hefur bæði verið skilað til eigenda þessara fyrirtækja en líka nýttar í fjárfestingar í öðrum og óskyldum atvinnugreinum. Greining Stundarinnar á ársreikningum og eignatengslum útgerðanna og afleiddra félaga sýnir þetta.
Greiningin sýnir einnig að einstaklingar fara með verulega stjórn yfir aflaheimildum. Þar fer fremstur í flokki Guðmundur Kristjánsson, kenndur við Brim, með 7,77 prósenta hlutdeild í öllum aflaheimildum á Íslandi. Erfingjar Samherjaveldisins eru svo þar næst á eftir með hlutdeild í aflaheimildum frá 1,5 prósentum til 2,4 prósenta.
einning að fleyri fjölmiðlar taki þátt í umfjöllun
Takk fyrir.