Margar af eftirminnilegustu stundum lífs míns hafa, hingað til, skotið óvænt upp kollinum og tengjast tónleikum sem ég hef ekki náð að kaupa miða á en hefur áskotnast aðgangur að dýrðinni með stuttum fyrirvara. Þetta hafa verið miðar sem hafa flögrað um án eiganda og ratað til mín.
Það gerðist í október árið 2011 þegar ég sá Sinead O'Connor spila í Fríkirkjunni. Það gerðist í nóvember 2015 þegar John Grant spilaði í Hörpu I wanted to change the world But I could not even change my underwear. Líka þegar ég sá Patti Smith á Kexinu árið 2011. Þá var band skylmingarþrælsins nýsjálenska, Russell Crowe, að spila og Patti Smith var leynigestur. Hún birtist á sviðinu þegar Crowe og félagar voru búnir að spila nokkur lög og söng Because the night.
Ég stóð svo nálægt Patti Smith þetta kvöld að ég hefði getað fléttað á henni hárið án þess …
Athugasemdir