Sindri Leifsson myndlistarmaður, ásamt Kjartani Óla Guðmundssyni, veitingamanni og vöruhönnuði og Jóhönnu Rakel Jónasdóttur myndlistar- og tónlistareinstaklingi, bjóða almenningi í kvöldverðarboð 23., 29. og 30. október. Þið viljið ekki missa af þessu. Í samvinnu hafa þau þróað margrétta matseðil. Markmiðið er að virkja flest skilningarvit gesta kvöldverðarboðanna.
Matur hefur þann dásamlega eiginleika að tengja okkur saman. Oft er matur gulrótin sem við þurfum til að hittast. Listamennirnir þrír spyrja hvort matur sé list. Getur matur verið myndlist? Matur er að minnsta kosti upplifun sem virkjar skilningarvitin og getur verið hugvekjandi. Matur nærir okkur líkt og myndlist.
Skúlptúrar sem má borða
„Ég hef verið að nota staðbundinn efnivið í verkin mín þar sem hráleiki og mikið unnir fletir mætast,“ lýsir Sindri og heldur áfram: „Ég fór einnig að nota og aðhyllast það að nota forgengileg efni á borð við sítrónur, kartöflur og chilli.“ Sindri hefur að eigin sögn alltaf verið áhugasamur …
Athugasemdir