Fjármálafyrirtækið Fossar markaðir þarf að una sektargreiðslu frá Fjármálaeftirlitinu (FME) upp á 10,5 milljónir króna fyrir að hafa greitt út of háar bónusgreiðslur til starfsmanna og kallað þær arð á árunum 2016 og 2017.
Umræddir starfsmenn voru svokallaðir B-hluthafar í félaginu. Um var að ræða greiðslur sem námu allt frá 52 prósentum af heildarlaunum starfsmanna og allt upp í 226 prósent en leyfilegt hlutfall bónusgreiðslna er 25 prósent. Þetta kemur fram í nýjum dómi frá Héraðsdómi Reykjavíkur en Fossar markaðir vildu ekki una sektinni og höfðaði því mál gegn Seðlabanka Íslands og íslenska ríkinu.
„Engu skipti í þessu sambandi þótt téður kaupauki hafi verið klæddur í búning arðgreiðslna af hlutum í B-flokki.“
Kaupauki klæddur í búning arðgreiðsla
Eins og FME sagði í upphaflegri niðurstöðu sinni um sektina þá taldi stofnunin að arðgreiðslurnar hafi verið endurgjald í þágu starfsmannanna fyrir starf þeirra fyrir Fossa: „Fjármálaeftirlitið telur að af ofangreindu leiði að …
Athugasemdir