Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Stigakóngur úr íslensku úrvalsdeildinni viðmælandi í mynd um landsfrægt veðmálasvindl í Bandaríkjunum

Banda­ríkja­mað­ur­inn Dwayne Lamore Font­ana, sem lék með KFÍ á Ísa­firði keppn­is­tíma­bil­ið 2000-2001, er við­mæl­andi í nýrri heim­ild­ar­mynd á Net­flix um veð­mála­s­vindl í há­skóla­bolt­an­um þar í landi. Dwayne, sem var stigakóng­ur úr­vals­deild­ar­inn­ar á Ís­landi, opn­ar sig um svindl tveggja liðs­fé­laga sinna í Arizona State-há­skól­an­um.

Stigakóngur úr íslensku úrvalsdeildinni viðmælandi í mynd um landsfrægt veðmálasvindl í Bandaríkjunum
Viðmælandi í heimildarmynd Netflix Dwayne Lamore Fontana var leikmaður KFÍ á Ísafirði á árunum 2000 til 2001. Hann sést hér í leik með KFÍ gegn ÍR í Seljaskóla. Hann er einn helsti viðmælandinn í heimildarmynd Netflix um veðmálasvindlið í Arizona-háskólanum. Myndin er tekin úr DV.

Bandaríkjamaðurinn Dwayne Lamore Fontana, sem spilaði með liði KFÍ á Ísafirði árið 2000 til 2001, er viðmælandi í nýrri heimildarmynd á streymisþjónustunni Netflix um veðmálasvindl í bandaríska háskólakörfuboltanum árið 1994, nánar tiltekið í liði Arizona State.  Myndin um veðmálasvindlið í körfuboltaliði Arizona State er hluti af sex mynda seríu á Netflix sem heitir Bad Sport og fjallar um svindl og glæpi í íþróttaheiminum. 

Dwayne lék háskólabolta með Arizona State á árunum 1990 til 1994, nokkrum árum  áður en hann kom til Íslands og KFÍ þar sem hann varð stigakóngur deildarinnar með 33 stig að meðaltali í leik og tæp 14 fráköst. 

Tók þátt í veðmálasvindliSteven „Hedake“ Smith tók þátt í veðmálasvindli í Bandaríkjunum og segir Dwayne Fontana, fyrrum liðsfélagi hans og fyrrverandi leikmaður KFÍ, að hann hafi enn ekki komist yfir afleiðingar svindlsins.

Dæmdur í fangelsi fyrir svindlið

Myndin á Netflix fjallar um það hvernig stjarna Arizona State-liðsins, Steven „Hedake“ Smith, dróst inn í veðmálasvindl ásamt einum meðspilara sinna. Svindlið  gekk út á það að Smith átti að sjá til þess að liðið myndi sigra eða tapa með ákveðið mörgum stigum. Fyrir þessa þjónustu sína fékk Smith greiddar upphæðir sem voru á bilinu 10 til 20 þúsund dollarar.

Maðurinn sem skipulagði svindlið náði hins vegar að svindla út nokkrar milljónir dollara með þessum hætti áður en hann tapaði öllu í einum leik þar sem Smith náði ekki að stýra leiknum þannig að hann næði að láta úrslitin verða eins og hann átti að gera. Í kjölfarið komst upp um svindlið enda hafði aðalskipuleggjandinn gengið á milli hótela í Las Vegas og veðjað á leikinn fyrir alls fimm milljónir dollara og vakti þetta grunsemdir í borginni. 

Smith, og liðsfélagi hans sem vann með honum að hluta, og tveir af þeim sem skipulögðu svindlið og græddu mest á því voru dæmdir í fangelsi. 

Í myndinni er rætt um það að Smith hafi í kjölfarið ekki verið valinn af neinu liði í NBA-deildinni árið 1994 en árlega fer fram svokallað NBA-draft þar sem bitist er um bestu leikmennina í bandaríska háskólaboltanum. Þar kemur fram að fyrir veðmálahneykslið hafi fastlega verið búist við því að Smith yrði valinn í NBA-deildina.

„Þetta hvíldi yfir mér eins og svart ský í mörg ár.“
Dwayne Lamore Fontana

Í stað NBA-deildarinnar fór Smith til Evrópu og spilaði með nokkrum liðum í ýmsum löndum. Smith átti nokkrum áður síðar, 1997, eftir að gera skammtímasamning við Dallas Mavericks í NBA-deildinni og spila nokkra leiki fyrir liðið þar sem hann var með 1,8 stig að meðaltali. Hann hélt svo aftur til Evrópu og spilaði fyrir lið í Frakklandi, Búlgaríu og Rússlandi áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2008. 

Dwayne segist ekki hafa jafnað sig á svindlinu 

Ennþá reiðurDwayne Fontana, fyrrverandi leikmaður KFÍ, segist ennþá vera reiður út af veðmálasvindlinu.

Dwayne Fontana segir að hann hafi ekki ennþá jafnað sig til fulls á veðmálasvindlinu.

Á Facebook-síðu sinni segir hann um málið: „Ég hef fengið mikil viðbrögð og pælingar við þætti á Netflix sem ég var viðmælandi í sem snérist um stigasvindl sem háskólaliðið mitt í körfubolta tengdist. Ég hef eiginlega áttað mig á einu loksins: Ég er ennþá dálítið reiður yfir því. Ég hélt að þetta tilheyrði fortíðinni en ég hef ekki komist yfir þetta 100 prósent. Þegar ég horfði á þetta aftur minnti það á mig hversu oft ég hef þurft að svara spurningum um einhvern skít sem ég kom ekki nálægt og sem ég vissi ekkert um. Þetta hvíldi yfir mér eins og svart ský í mörg ár.“

Lofsamleg orð um Dwayne FontanaBenedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfir kvennalandsliðsins, þjálfari Njarðvíkur í úrvalsdeild karla og fyrrverandi þjálfari KR og fleiri liða, var íþróttablaðamaður á DV árið 2000-2001 og skrifaði mikið um körfubolta, meðal annars leiki hjá KFÍ og fer hann lofsamlegum orðum um Dwayne Fontana.

Benedikt: „Ísafjarðar-Barkley“

Íþróttablaðamenn á Íslandi nefndu Dwayne Fontana reglulega sem einn af betri leikmönnum deildarinnar enda var tölfræði hans líka þannig þó svo KFÍ-liðið hafi kolfallið um deild þetta árið með aðeins þrjá sigra. Í einni af greinum sínum um leiki með KFÍ sagði þáverandi íþróttafréttamaður DV og  sigursæll körfuboltaþjálfari, Benedikt Guðmundsson, að Dwayne Fontana þyrfti aðeins að bæta varnarleikinn: „Ef Fontana myndi bæta varnarleikinn þá væri hann einn besti erlendi leikmaður deildarinnar.“

„Ég skil ekki í mér að hafa ekki kallað hann Ísafjarðar-Barkley á sínum tíma þegar ég var að skrifa um leiki liðsins.“
Benedikt Guðmundsson

Aðspurður segir Benedikt, sem í dag er þjálfari Njarðvíkur í úrvalsdeildinni, að hann hafi verið mjög hrifinn af Dwayne Fontana sem leikmanni.

Benedikt segir að hann hafi minnt sig á bandaríska köfuboltamanninn Charles Barkley sem er ein af helstu goðsögnum NBA-deildarinnar síðastliðna áratugi: „Ég var mjög hrifinn af Fontana sem leikmanni á sínum tíma og það kom mér alls ekki á óvart hversu góður hann var með KFÍ. Hann kom úr góðum háskóla í USA þar sem hann stóð sig þvílíkt vel og var stundum líkt við Charles Barkley. Hann var bæði líkamlega sterkur og ofboðslega fjölhæfur. Þrátt fyrir að vera ekki hár í loftinu miðað við körfuboltamann þá var hann frábær frákastari. Þá var hann óstöðvandi skorari með KFÍ því vopnabúrið var svo fjölbreytt eins og hjá Barkley. Hann var algjörlega sérsniðinn fyrir íslensku deildina. Ég skil ekki í mér að hafa ekki kallað hann Ísafjarðar Barkley á sínum tíma þegar ég var að skrifa um leiki liðsins.“

Umrædda mynd má sjá hér.

Fyrirvari um tengsl: Blaðamaður Stundarinnar spilaði körfubolta með Dwayne Lamore Fontana í KFÍ keppnistímabilið 2000-2001. Blaðamaður bjó auk þess fyrir ofan Dwayne í blokk sem kennd er við Múlaland á Ísafirði og keyrði með honum á körfuboltaæfingar og í heimaleiki í sjálfskiptum Saab, árgerð 1988.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Allir forsetaframbjóðendur nema einn horfa fram á afhroð í þingkosningum
5
Fréttir

All­ir for­setafram­bjóð­end­ur nema einn horfa fram á af­hroð í þing­kosn­ing­um

Aldrei hafa fleiri for­setafram­bjóð­end­ur gef­ið kost á sér til al­þing­is og í ár. Fjór­ir fram­bjóð­end­ur reyna að ná hylli kjós­enda með nokk­uð eins­leit­um ár­angri. Tveir eru lík­leg­ir inn á þing, Jón Gn­arr sem er í Við­reisn og Halla Hrund Loga­dótt­ir, sem leið­ir lista Fram­sókn­ar í Suð­ur­kjör­dæmi, sem er þó langt fyr­ir neð­an kjör­fylgi. Minni lík­ur eru á að hinir tveir kom­ist inn. Stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir him­inn og haf á milli for­seta- og al­þing­is­kosn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár