Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Samtök fólks í fátækt missa húsnæði sitt

Pepp eða Sam­tök fólks í fá­tækt hafa misst hús­næði sitt í Mjódd­inni. Ásta Þór­dís Skjald­dal, sam­hæf­ing­ar­stjóri sam­tak­anna seg­ir mik­inn missi af hús­næð­inu sem henti starf­semi sam­tak­anna einkar vel.

Samtök fólks í fátækt missa húsnæði sitt
Lokadagur í Mjóddinni Til vinstri á myndinni stendur Ásta Þórdís, samhæfingarstjóri Pepp á Íslandi, samtaka fólks í fátækt á seinasta degi sem samtakanna í því húsnæði sem þau þurfa nú að yfirgefa fyrir fyrsta nóvember.

Í eitt og hálft ár hafa Samtök fólks í fátækt, Pepp, verið með margs konar starfsemi í Mjóddinni fyrir fólk sem glímir við fátækt og félagslega einangrun. Þann 1. nóvember næstkomandi verða samtökin hins vegar húsnæðislaus sem mun að sögn samhæfingarstjóra þeirra hafa mikil áhrif á starfið. „Það eru ekki miklar líkur á að finna jafn hentugt húsnæði þannig að við verðum tæplega með sama starf en við getum ekkert annað en beðið og séð til,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal, samhæfingastjóri samtakanna.  

Húsnæði Pepp í Álfabakka 12 í Mjóddinni hefur verið á sölu síðan í janúar en það er í eigu fasteignafélagsins Faxa sem leigir Hjálpræðishernum það, sem svo áframleigir til samtakanna. Þegar ákveðið var að selja ætti húsnæðið fór fasteignafélagið fram á það við Hjálpræðisherinn að stytta uppsagnarfrestinn á leigusamningnum niður í einn mánuð. Í október sagði félagið samningnum upp þó húsið sé enn á sölu og samtökunum var gert að skila því fyrsta næsta mánaðar. 

Að sögn Ástu fór formaður Pepp þess á leit við fasteignafélagið að samtökin gætu leigt húsnæðið milliliðalaust af félaginu en ekki var vilji fyrir því. Sömuleiðis bað formaðurinn um að uppsagnarfresturinn yrði lengdur um einn mánuð enn en ekki var hægt að verða við því. 

Margs konar starfsemi í húsnæðinu

Í húsnæðinu eru samtökin með margs konar starfsemi, meðal annars kaffistofu. „Hér getur fólk komið og fengið kaffi og smurt brauð og notið félagsskapar hvert af öðru eða talað við okkur sem hér störfum á jafningjagrundvelli. Fólk hefur getað beðið um viðtal við mig þar sem ég hef farið með þeim í gegnum ýmsa hluti, bókað tíma fyrir það og ýmislegt sem fólk hefur þurft aðstoð með. Ég hef meira að segja farið með fólki í ýmis viðtöl til þess að jafna valdahlutföllin í rýminu þegar fólk stendur kannski eitt frammi fyrir skjólastjóra, kennara eða félagsráðgjafa,“ segir Ásta. 

Þá er í húsnæðinu einnig tölva og prentari sem skjólstæðingar geta notað að vild. „Það eru svo margir sem eiga kannski bara snjallsíma en enga tölvu. Þannig að fólk er oft að fá hjá okkur aðstoð með að fylla út umsóknir eða fá að komast í prentara til að prenta eða skanna gögn. Í húsnæðinu er einnig barnahorn en að sögn Ástu er Pepp fjölskyldumiðað samfélag og barnahornið því mikið notað. Í öðru horni er svo svokallað gefins-horn þar sem eru föt og „ýmislegt dót sem fólk hefur með og aðrir geta fengið ef þeir vilja,“ eins og Ásta orðar það. „Það er ekkert selt hérna,“ segir hún svo. 

Kaffistofan mikilvægur þáttur

Ásta talar sérstaklega um kaffistofuna sem samtökin geta starfrækt í rými sem þessu og hvað það sé mikilvægur liður í þeirra starfi. Hún segir markmiðið með kaffistofunni vera tvíþætt: „Annars vegar það að fólk í fátækt og félagslegri einangrun finnist það eiga einhvern stað sem er þeirra athvarf á þeirra forsendum. Það getur þá komið og hitt aðra og fengið sér kaffi  og kökur á þess að það þurfi að hreyfa við buddunni. Hins vegar er kaffistofan mikilvæg fyrir fólkið okkar sem er í valdeflingu í gegnum það að vera í sjálfboðaliðar og fá þannig að prófa að vera í hlutverki veitandans í staðinn fyrir að vera alltaf þiggjandi. Í gegnum það starf fer fram jafningafræðsla þar sem er verið að gefa ráð og miðla upplýsingum á jafningjagrundvelli og það er það sem hefur virkað svo ofboðslega vel hjá okkur,“ segir hún. 

KaffistofanÁ myndinni eru skjólstæðingar Peppsins á kaffistofu samtakanna að njóta seinasta dagsins í húsnæði þeirra í Mjóddinni

Hún segist upplifa að fólkið sem heimsæki kaffistofuna líði vel, það komi ekki bara til að fá sér kaffi og með því heldur fái það tækifæri til að hitta aðra í sömu stöðu. Svo eru líka þeir sem koma einir og sitja við stök borð en eru að hennar sögn með því að rjúfa félagslega einangrun á sinn hátt. „Þetta er fólk sem er kannski með félagskvíða  og á erfitt með að vera í of miklum samskiptum við annað fólk. Þá sest það kannski aðeins til hliðar og fær sitt út úr því að vera innan um annað fólk þó svo að það sé ekki í of miklum samskiptum. Það kom mér mikið á óvart hvað það eru margir sem telja að við séum að gera mikið fyrir það bara með því að það geti komið og sest hingað inn á sínum forsendum.“

Núverandi staðsetning hentar vel

Ásta segir að staðsetning húsnæðisins sem samtökin hafa komið sér fyrir í henti starfi þeirra einkar vel og fyrir því séu margvíslegar ástæður. „Í fyrsta lagi hentar það okkur svona vel því það er í Breiðholti þar sem flestir okkar skjólstæðingar búa þannig að það munar töluvert miklu að þeir sem glíma við fátækt geti labbað til okkar. Í öðru lagi eru samgöngur mjög góðar til og frá Mjóddinni í allar áttir. Svo er húsið líka aðgengilegt, bæði að komast inn í það og svo er snyrtingin einnig aðgengileg og enn fremur er húsið nógu stórt til að rýma alla starfsemina. Allir þessir kostir eru mjög mikilvægir.“

„Um leið og maður spjallar við þau þá finnur maður að kvíðinn er undir niðri um það hvað tekur við“

Áður hittust félagar í Pepp í Breiðholtskirkju einu sinni í viku. Þar áður voru samtökin alveg húsnæðislaus svo það fór eftir ýmsu hvar var hægt að hýsa starfsemina hverju sinni. Ásta segir það fyrirkomulag hafa hentað skjólstæðingum Peppsins afar illa. „Það var ekki að virka vegna þess að fólk sem er að glíma við fátækt getur átt nógu erfitt með að koma sér af stað að mæta eitthvert og ef þau eiga svo á hættu að hitta ekki á réttan dag eða það finnur fyrir einhverju óöryggi gagnvart því þá kannski sleppir það því frekar að koma.“ Vegna þessa segir hún starfið á þeim tíma hafa verið frekar takmarkað og að þegar samtökin fengu svo loksins sitt húsnæði hafi það skipt þau miklu máli. „Við höfum upplifað það hér að það skiptir rosalega miklu máli að eiga þennan samanstað, að getað haldið fundi þegar okkur hentar en ekki fyrst að þurfa að leita að húsnæði og þurfa svo að benda fundargestum að fara hingað þennan dag og annað næst.“

Þá hafa samtökin leitað sér að nýju húsnæði en erfiðlega hefur gengið að finna húsnæði sem mætir þörfum samtakanna. 

Skjólstæðingarnir kvíða breytingunum

Að sögn Ástu er töluverður kvíði meðal skjólstæðinga hennar vegna breytinganna. Í þeirri tilraun að vinna á kvíðanum við húsnæðisleysið ákváðu sjálfboðaliðar samtakanna að skreyta húsnæðið hátt og lágt, binda blöðrur og borða í loftið og gera lokadaginn í Mjóddinni að hátíðisdegi. „Þau vildu gera þetta að hátíðisdegi frekar en að taka þetta á neikvæðni. Ég er búin að vera kenna þeim það allan tímann, að hugsa í lausnum, að skilja við neikvæðnina og það er að virka svona vel hjá þeim,“ segir hún og heldur svo áfram:

„En um leið og maður spjallar við þau þá finnur maður að kvíðinn er undir niðri um það hvað tekur við.“

HátíðisdagurÁ föstudaginn seinasta var seinasti dagurinn sem samtökin höfðu opið í húsnæðinu í Mjóddinni. Það var því ákveðið að skreyta salinn og halda veislu

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár