Fjárfestirinn Magnús Ármann, sem í dag er einn af helstu eigendum fjárfestingarfélagsins Stoða, flutti eignarhaldsfélag sitt í skattaskjólinu Panama til Lúxemborgar árið 2016. Félag Magnúsar í Panama, Mexborough Holdings S.A., hafði þá breytt um nafn og orðið Clover Capital S.A. Þetta kemur fram í Pandóruskjölunum svokölluðu.
Flutningurinn á félaginu átti sér stað eftir að greint hafði verið frá stórfelldum viðskiptum Magnúsar og viðskiptafélaga hans, Sigurðar Bollasonar, í skattaskjólum í Panamaskjölunum svokölluðu um sumarið 2016. Viðskipti Magnúsar og Sigurðar voru það umfangsmikil að einungis feðgarnir Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson voru tengdir fleiri félögum í Panamaskjölunum. Um var að ræða 23 félög í skattaskjólum og aflandssvæðum í tilfelli þeirra Sigurðar og Magnúsar.
Magnús var umsvifamikill fjárfestir á Íslandi á árunum fyrir hrunið og keypti hlutabréf í fjármálafyrirtækjum eins og Byr og Landsbankanum. Þekktastur er hann líklega fyrir að hafa keypt …
Athugasemdir