Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Milljónir barna í Afganistan munu glíma við bráðavannæringu næstu vikur

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Unicef er áætl­að að helm­ing­ur af­ganskra barna und­ir fimm ára aldri muni glíma við bráða­vannær­ingu á næstu vik­um og mán­uð­um. Yf­ir­menn Unicef, Barna­hjálp­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna og Mat­væla­áætl­un­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna í Af­gan­ist­an segja skelf­ing­ar ástand ríkja í nær­ing­ar­mál­um barna og staða fæðu­ör­ygg­is sé veru­lega slæm um allt land.

Milljónir barna í Afganistan munu glíma við bráðavannæringu næstu vikur
Tvíburarnir Aisha og Youssef Tvíburarnir Aisha og Youssef, 4 mánaða, fá meðhöndlun við vannæringu á nýburadeild í Herat sem nýtur stuðnings UNICEF. 90 nýburar fá nú meðhöndlun á deildinni þar sem pláss er fyrir 60. Mynd: UNICEF

Í Afganistan standa fjórtán milljón íbúar frammi fyrir alvarlegu fæðuóöryggi og 95% heimila í þar í landi eiga ekki nóg að borða. Þá er einnig ljóst að 3,2 milljónir barna undir fimm ára aldri munu glíma við bráða vannæringu það sem eftir lifir þessa árs og ein milljón þeirra verður í bráðri lífshættu án meðhöndlunar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu UNICEF. 

Hervé Ludovic De Lys, yfirmaður UNICEF í Afganistan og Mary Ellen McGroarty yfirmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, heimsóttu borgina Herat í Afganistan sem nú er undir stjórn Talibana. Eftir tveggja daga heimsókn ákváðu þau að senda frá sér sameiginlegt neyðar ákall til heimsbyggðarinnar vegna stöðu mála þar í borg sem og landinu öllu. 

De Lys og McGroartyHerve Ludovic De Lys (UNICEF) og Mary-Ellen-McGroarty (WFP) heimsækja dreifingarmiðstöð Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðarinnar í Herat-borg þar sem rúmlega þúsund heimili fá mataraðstoð.

Ófremdarástand í Herat 

Dagblaðið The Washington Post fjallaði í dag einnig um ástandið í borginni Herat undir stjórn Talibana. Þar segir að í þrjá daga og nætur hafa lík fjögurra meintra mannræningja hangið úr byggingakrönum. Þrjú þeirra hafa verið látin hanga yfir fjölförnu umferðartorgi fyrir alla borgarbúa að sjá. Talsmenn Talíbana í Herat hafa sagt gjörninginn vera skilaboð um ekkert umburðarlyndi og skjóta réttvísi fyrir þá sem brjóta lögin.

Skilaboð TalibanaLík manna hafa verið hengd upp í byggingarkrana í Herat borg í Afganistarn sem skilaboð um að Talibanar líða ekki lögbrjóta.

Síðastliðinn þriðjudag var önnur óhugnanleg tilraun gerð til þess að sýna fram á afstöðu Talibana gegn glæpum í borginni Herat. Lík þriggja meintra ræningja voru látin hanga úr byggingar gröfum fyrir alla að sjá. Þessar refsingar Talibana hafa ekki verið tilkynntar í öðrum borgum landsins fram að þessu.

Gat ekki lengur haft barnið á brjósti

De Lys og McGroarty hittu í Herat móðurina Jahan Bibi sem á 18 mánaða gamla dóttur sem nú liggur inni á sjúkrahúsi í borginni til að fá meðferð við alvarlegri bráðavannæringu. Jahan kom með dóttur sína vannærða á sjúkrahúsið því hún gat ekki lengur gefið henni brjóst vegna hungurs. „Við eigum engan mat heima. Við erum að selja allt sem við eigum til að kaupa mat, en samt á ég ekkert að borða. Ég er veikburða og framleiði ekki neina mjólk fyrir barnið mitt,“ sagði Jahan. 

Samkvæmt könnun sem Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna lét framkvæma kom í ljós að 95% af heimilum í Afganistan fá ekki nóg að borða. Fullorðnir borði minna og sleppi máltíðum svo börn þeirra geti fengið meira. „Við höfum gríðar miklar áhyggjur af þessum fórnum sem fjölskyldur neyðast til að færa,“ segir McGroarty. 

„Ég er veikburða og framleiði ekki neina mjólk fyrir barnið mitt“
Móðir í Herat
Jahan Bibi

„Ef Við gerum ekki meira núna mun vannæring aðeins verða stærra vandamál og alvarlegra. Alþjóðasamfélagið verður að láta af hendi fjármagnið sem okkur var lofað fyrir nokkrum vikum. Ef ekki, gætu áhrifin orðið óafturkallanleg.“

Að sögn De Lys hrakar heilsu barna og mæðra í Afganistan mjög hratt meðal annars vegna þess að þau hafa ekki aðgang að hreinu vatni. „Börn eru að veikjast og fjölskyldur geta ekki sótt nauðsynlega meðferð. Faraldur mislinga og niðurgangs vegna óhreins vatns mun aðeins auka á þessa neyð,“ segir hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár