Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hannes Hólmsteinn: „Skattasniðganga er dyggð“

Stjórn­mála­fræði­pró­fess­or­inn Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son hélt fyr­ir­lest­ur á ráð­stefnu um lög­gæslu og af­brota­varn­ir með heim­speki­legu ívafi. Hann sagði að inn­herja­við­skipti væru ekki órétt­lát, sam­kvæmt kenn­ing­um mið­aldag­uð­fræð­ings, og að skattasnið­ganga væri í reynd dyggð en ekki löst­ur.

Hannes Hólmsteinn: „Skattasniðganga er dyggð“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson Prófessor í stjórnmálafræði sem meðal annars hefur kennt stjórnmálaheimspeki. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á ráðstefnunni Löggæsla og samfélagið á Akureyri í gær, sem hafði þemað afbrotavarnir og fjallaði um „aðferðir og aðgerðir til að draga úr afbrotum og áhrifum þeirra á samfélagið“, skilgreindi stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson skattasniðgöngu sem dyggð og sagði  innherjaviðskipti ekki vera óréttlát.

„Innherjaviðskipti eru ekki óréttlát, en ekki heldur gjafmild,“ sagði Hannes. Í fyrirlestrinum byggði hann á kenningum heilags Tómasar frá Akvínas, 13. aldar guðfræðings og heimspekings sem lagði grunninn að heimspekilegri nálgun kaþólsku kirkjunnar, eins og hann hefur gert undanfarin ár.

Innherjaviðskipti geta verið ólögleg, en þau eru til dæmis viðskipti sem eigandi eða starfsmaður fyrirtækis á markaði, eða aðrir sem hafa trúnaðarupplýsingar um stöðu þess, stundar með hluti fyrirtækisins þegar hann býr yfir upplýsingum sem munu fyrirsjáanlega lækka eða hækka gengi þeirra. Í skilgreiningu héraðssaksóknara segir að viðskiptin geti ýmist verið lögmæt eða ólögmæt. „Ræðst það oftast af því hvort innherjinn hafði aðgang að eða bjó yfir innherjaupplýsingum þegar til viðskiptanna var stofnað.“

Klám synd, en ekki innherjaviðskipti

„Ég ræddi um vændi, klám, innherjaviðskipti og skattasniðgöngu og fór eftir greiningu heilags Tómasar af Akvínas, sem vildi, að ríkið einbeitti sér að því að vernda okkur fyrir ræningjum og ofbeldisseggjum, en léti okkur í friði um smásyndir, sem ekki sköðuðu aðra,“ sagði Hannes á Facebook í dag um fyrirlesturinn. 

Í fyrirlestrinum fjallaði Hannes um það sem hann kallaði glæpi án fórnarlambs. Hann flokkaði klám og vændi sem syndir, en skattasniðgöngu sem dyggð. „Skattasniðganga ætti að vera dæmd af niðurstöðunni, ekki af ásetningnum. Hún er dyggð, sparsemi,“ sagði hann.

Hannes er þar ekki að ræða um skattsvik sem slík, en oft eru þó mörkin milli skattsvika og skattaundanskota óljós. Hannes hefur áður haldið því fram að „siðferðislega óréttlætanlegt“ hafi verið hjá norrænum bankastofnunum að kaupa eignir föllnu íslensku bankanna eftir fjármálahrunið „fyrir smánarverð“, á mælikvarða heilgas Tómasar.

„Undirliggjandi spurning er hver á þig, og eignir þínar, sérþekkingu og getu til tekjuöflunar, þú sjálf(ur) eða einhver annar, til dæmis samfélagið,“ sagði Hannes á ráðstefnunni í gær.

Starfar fyrir hugveitu

Hannes Hólmsteinn hefur um árabil verið áberandi sem talsmaður frjálshyggju á Íslandi og var löngum einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins, ekki síst í formannstíð vinar hans, Davíðs Oddssonar, sem nú er ritstjóri Morgunblaðsins. Auk þess að vera æviráðinn prófessor við Háskóla Íslands, fékk Hannes meðal annars það hlutverk hjá Bjarna Benediktssyni, þá fjármálaráðherra, árið 2014, að rannsaka erlendar orsakir íslenska bankahrunsins, en meðal niðurstaða hans var að „ekkert [væri] nauðsynlega rangt við innherjaviðskipti eða að þau ættu endilega að vera ólögleg“. 

Hann hefur starfað sem forstöðumaður rannsókna hjá Rannsóknarsetri um nýsköpun og hagvöxt. Í stjórn rannsóknarsetursins, sem stofnað var 2012, eru meðal annars Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Gísli Hauksson, fyrrverandi forstjóri GAMMA og Jónas Sigurgeirsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár