Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hannes Hólmsteinn: „Skattasniðganga er dyggð“

Stjórn­mála­fræði­pró­fess­or­inn Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son hélt fyr­ir­lest­ur á ráð­stefnu um lög­gæslu og af­brota­varn­ir með heim­speki­legu ívafi. Hann sagði að inn­herja­við­skipti væru ekki órétt­lát, sam­kvæmt kenn­ing­um mið­aldag­uð­fræð­ings, og að skattasnið­ganga væri í reynd dyggð en ekki löst­ur.

Hannes Hólmsteinn: „Skattasniðganga er dyggð“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson Prófessor í stjórnmálafræði sem meðal annars hefur kennt stjórnmálaheimspeki. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á ráðstefnunni Löggæsla og samfélagið á Akureyri í gær, sem hafði þemað afbrotavarnir og fjallaði um „aðferðir og aðgerðir til að draga úr afbrotum og áhrifum þeirra á samfélagið“, skilgreindi stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson skattasniðgöngu sem dyggð og sagði  innherjaviðskipti ekki vera óréttlát.

„Innherjaviðskipti eru ekki óréttlát, en ekki heldur gjafmild,“ sagði Hannes. Í fyrirlestrinum byggði hann á kenningum heilags Tómasar frá Akvínas, 13. aldar guðfræðings og heimspekings sem lagði grunninn að heimspekilegri nálgun kaþólsku kirkjunnar, eins og hann hefur gert undanfarin ár.

Innherjaviðskipti geta verið ólögleg, en þau eru til dæmis viðskipti sem eigandi eða starfsmaður fyrirtækis á markaði, eða aðrir sem hafa trúnaðarupplýsingar um stöðu þess, stundar með hluti fyrirtækisins þegar hann býr yfir upplýsingum sem munu fyrirsjáanlega lækka eða hækka gengi þeirra. Í skilgreiningu héraðssaksóknara segir að viðskiptin geti ýmist verið lögmæt eða ólögmæt. „Ræðst það oftast af því hvort innherjinn hafði aðgang að eða bjó yfir innherjaupplýsingum þegar til viðskiptanna var stofnað.“

Klám synd, en ekki innherjaviðskipti

„Ég ræddi um vændi, klám, innherjaviðskipti og skattasniðgöngu og fór eftir greiningu heilags Tómasar af Akvínas, sem vildi, að ríkið einbeitti sér að því að vernda okkur fyrir ræningjum og ofbeldisseggjum, en léti okkur í friði um smásyndir, sem ekki sköðuðu aðra,“ sagði Hannes á Facebook í dag um fyrirlesturinn. 

Í fyrirlestrinum fjallaði Hannes um það sem hann kallaði glæpi án fórnarlambs. Hann flokkaði klám og vændi sem syndir, en skattasniðgöngu sem dyggð. „Skattasniðganga ætti að vera dæmd af niðurstöðunni, ekki af ásetningnum. Hún er dyggð, sparsemi,“ sagði hann.

Hannes er þar ekki að ræða um skattsvik sem slík, en oft eru þó mörkin milli skattsvika og skattaundanskota óljós. Hannes hefur áður haldið því fram að „siðferðislega óréttlætanlegt“ hafi verið hjá norrænum bankastofnunum að kaupa eignir föllnu íslensku bankanna eftir fjármálahrunið „fyrir smánarverð“, á mælikvarða heilgas Tómasar.

„Undirliggjandi spurning er hver á þig, og eignir þínar, sérþekkingu og getu til tekjuöflunar, þú sjálf(ur) eða einhver annar, til dæmis samfélagið,“ sagði Hannes á ráðstefnunni í gær.

Starfar fyrir hugveitu

Hannes Hólmsteinn hefur um árabil verið áberandi sem talsmaður frjálshyggju á Íslandi og var löngum einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins, ekki síst í formannstíð vinar hans, Davíðs Oddssonar, sem nú er ritstjóri Morgunblaðsins. Auk þess að vera æviráðinn prófessor við Háskóla Íslands, fékk Hannes meðal annars það hlutverk hjá Bjarna Benediktssyni, þá fjármálaráðherra, árið 2014, að rannsaka erlendar orsakir íslenska bankahrunsins, en meðal niðurstaða hans var að „ekkert [væri] nauðsynlega rangt við innherjaviðskipti eða að þau ættu endilega að vera ólögleg“. 

Hann hefur starfað sem forstöðumaður rannsókna hjá Rannsóknarsetri um nýsköpun og hagvöxt. Í stjórn rannsóknarsetursins, sem stofnað var 2012, eru meðal annars Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Gísli Hauksson, fyrrverandi forstjóri GAMMA og Jónas Sigurgeirsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
1
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
2
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár