Ingi Tryggvason, formaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segist ekki hafa tölu á því hversu margir lyklar eru að salnum þar sem atkvæði voru geymd á meðan kjörstjórn yfirgaf svæðið í sex klukkutíma. Hann segir að starfsmenn hefðu ekki átt að hafa aðgang að salnum en lyklarnir séu margir.
„Ég veit ekki hvað eru til margir lyklar að þessum inngöngum. Þetta er hluti af hótelinu, þetta er ekki húsnæði sem yfirkjörstjórn á. Það geta verið 50 lyklar að þessu plássi, ég veit það ekki. Við létum ekki skipta um skrá á húsnæðinu,“ segir Ingi aðspurður að því hvort að starfsmenn hótelsins höfðu lykla að salnum.
„Ég hef ekki áhyggjur af því hvernig þessi gögn voru geymd meðan við vorum ekki á staðnum,“ segir hann. „Það getur vel verið að starfsmenn hótelsins hafi haft aðgang að þessu rými.“
Aðspurður að því hvort hann hafi rætt við starfsmanninn sem tók myndirnar eftir að málið …
Athugasemdir