Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, telur ekki ástæðu til að bregðast við reynslusögu konu af frambjóðanda flokksins sem hún fékk í hendur fyrir og eftir þingkosningarnar í haust.
Í kjölfar kosninga barst Ingu Sæland tölvupóstur þar sem viðkomandi var gefið að sök að hafa „brotið ítrekað á konum í gegnum tíðina“. Inga segir að það sé ekki ástæða til að bregðast við slíkum ásökunum, því hún „viti ekki um hvað málið snýst“. Málið komi henni „algjörlega í opna skjöldu“.
Hvað eiga formenn flokka eða aðrir félagar flokksins að gera þegar þeim berst ábending af þessu tagi? Eru til verklagsreglur sem allir flokkar fara eftir? Hafa flokkarnir stefnu gegn slíku athæfi og öðrum athæfum af skyldum meiðum og getur almenningur komið slíkum ábendingum til skila eftir skýrum ferlum?
Veit ekkert um hvað málið snýst
Í samtali við Stundina segist Inga ekki geta sýnt nein viðbrögð vegna málsins, þar sem hún hafi …
Athugasemdir