Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ríkisstjórnin örugg: Stórsigur Framsóknar bætir upp fylgishrun VG

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna og bæt­ir við sig fimm þing­mönn­um frá síð­ustu kosn­ing­um. VG tap­ar fylgi og þrem­ur mönn­um en Sjálf­stæð­is­flokk­ur held­ur velli en tap­ar fylgi.

Ríkisstjórnin örugg: Stórsigur Framsóknar bætir upp fylgishrun VG
Sigurður Ingi Jóhannsson gæti mögulega myndað nýja ríkisstjórn. Mynd: Norden

Ríkisstjórnarflokkarnir halda meirihluta sínum og vel það. Samtals fá þeir 37 þingmenn. Framsóknarflokkurinn stækkar verulega og fær þrettán þingmenn; fimm fleiri en í síðustu kosningum. Vinstri græn tapa aftur á móti verulega og missa þrjá.

Flokkur fólksins bætir við sig og fær 8,85 próesnt atkvæða, sem tryggir flokknum sex þingsæti. Flokkurinn fékk fjóra menn kjörna síðast en rak svo hálfan þingflokkinn. 

Frjálslyndu miðjuflokkarnir, Viðreins, Píratar og Samfylking, uppskáru öll minna en kannanir höfðu gefið til kynna. Samfylking tapar þingmanni frá síðustu kosningum en Viðreisn bætir við einum. Píratar standa í stað. 

Miðflokkurinn hrundi í kosningunum en náði tveimur kjördæmakjörnum þingmönnu mauk þess að fá jöfnunarmann. Flokkurinn fékk 5,45 prósent atkvæða. 

Sósíalistaflokkurinn fékk ekkert þingsæti og rétt rúmlega 4 prósent atkvæða. Það hljóta að teljast vonbrigði þar sem flokkurinn hafði mælst tvöfalt sterkari í könnunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár