Ríkisstjórnarflokkarnir halda meirihluta sínum og vel það. Samtals fá þeir 37 þingmenn. Framsóknarflokkurinn stækkar verulega og fær þrettán þingmenn; fimm fleiri en í síðustu kosningum. Vinstri græn tapa aftur á móti verulega og missa þrjá.
Flokkur fólksins bætir við sig og fær 8,85 próesnt atkvæða, sem tryggir flokknum sex þingsæti. Flokkurinn fékk fjóra menn kjörna síðast en rak svo hálfan þingflokkinn.
Frjálslyndu miðjuflokkarnir, Viðreins, Píratar og Samfylking, uppskáru öll minna en kannanir höfðu gefið til kynna. Samfylking tapar þingmanni frá síðustu kosningum en Viðreisn bætir við einum. Píratar standa í stað.
Miðflokkurinn hrundi í kosningunum en náði tveimur kjördæmakjörnum þingmönnu mauk þess að fá jöfnunarmann. Flokkurinn fékk 5,45 prósent atkvæða.
Sósíalistaflokkurinn fékk ekkert þingsæti og rétt rúmlega 4 prósent atkvæða. Það hljóta að teljast vonbrigði þar sem flokkurinn hafði mælst tvöfalt sterkari í könnunum.
Athugasemdir