Stundin mun verða í beinni útsendingu í allan dag og í kvöld á þessum kosningadegi. Kíkt verður í heimsókn á kosningaskrifstofur stjórnmálaflokkana og rætt verður þar við frambjóðendur og stuðningsfólk. Einnig verður rætt við kjósendur víðs vegar um höfuðborgarsvæðið.
Samkvæmt nýjustu könnunum er alveg óvíst hvort ríkisstjórnin haldi velli eða hvort hún falli, sé tekið tillit til skekkjumarka. Kosningarþáttaka hefur verið góð í allan dag og er hún betri en hún var í síðustu kosningum. Þá hafa aldrei jafn margir kosið utan kjörfundar.
Athugasemdir