Fyrir alþingiskosningar leggja þeir flokkar sem bjóða fram til Alþingis fram stefnumál þar sem þeir fara yfir þær áherslur sem verða í fyrirrúmi komist þeir til áhrifa. Hver flokkur leggur fram sviðsmynd að framtíðinni sem er í höndum almennings að kjósa um. Áður en kosið er um framtíðina getur hins vegar ágætt að líta til fortíðar og átta sig á því hvernig flokkarnir sem hafa verið við völd hafa farið með vald sitt þegar þeir rekast á vörður á veginum. Misjafnt er eftir fólki hvort það afgreiðir slíkt sem skandala eða brandara, afgreiða það sem óvægni þeirra sem hafa það hlutverk að veita valdi aðhald eða sér það sem tækifæri til lærdóms.
Ríkisstjórnin sem er nú að fara frá völdum var mynduð árið 2017, eftir að skammlífasta ríkisstjórn sem ríkt hefur á lýðveldistímum sprakk eftir aðeins 247 daga vegna alvarlegs trúnaðarbrests í samstarfi ríkisstjórnarflokkanna í tengslum við uppreist æru-málið. Dómsmálaráðherra …
Athugasemdir