„Þetta er bara mjög konkret dæmi um það sem ég ræddi hérna áðan, þar sem þessi hagnaður sem þarna myndast hefur ekkert að gera með effort heldur með stöðu,“ segir Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður, í viðtali við Stundina þegar hún er spurð um það hvað henni finnist um nýlegar fréttir þess efnis að stjórnendur Kviku hafi nýtt sér kauprétti sem þeir áttu í bankanum í lok síðasta mánaðar.
Þessir starfsmenn, meðal annars forstjórinn, Marinó Tryggvason, keyptu hlutabréf í bankanum langt undir markaðsvirði og seldu svo hlutabréf sama dag á markaðsvirði og innleystu hagnað upp á tugi milljóna króna.
Þegar Stundin tók viðtalið við Kristrúnu, þann 7. september síðastliðinn, vissi blaðamaður ekki að Kristrún hefði sjálf fengið slíkan kaupréttarsamning í Kviku þegar hún var aðalhagfræðingur bankans. Þess vegna gat blaðið ekki spurt hana út í …
Athugasemdir