Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Katrín og Sigurður Ingi einu formennirnir sem fleiri treysta en vantreysta

Meira en helm­ing­ur lands­manna bera lít­ið traust til Bjarna Bene­dikts­son­ar. 72% kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins treysta Katrínu Jakobd­sótt­ur, for­manni Vinstri grænna.

Katrín og Sigurður Ingi einu formennirnir sem fleiri treysta en vantreysta
Við myndun ríkisstjórnar Formenn ríkisstjórnarflokkanna voru kátir við myndun stjórnarinnar fyrir fjórum árum. Vinstri græn hafa misst mest fylgi frá þeim tíma miðað við kannanir, en Katrín Jakobsdóttir gnæfir yfir aðra í trausti. Mynd: Heiða Helgadóttir

Aðeins tveir flokksformenn á Alþingi eru í þeirri stöðu að fleiri treysta þeim mikið en lítið. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, nýtur frekar eða mjög mikils trausts 55% kjósenda, samkvæmt nýrri könnun MMR, og hefur það aukist úr 48% trausti í nóvember í fyrra. Hún hefur aldrei notið meira trausts í könnunum MMR sem teygja sig aftur til apríl 2019. 

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tekur sömuleiðis stökk í trausti. 38% kjósenda treysta honum frekar eða mjög mikið, miðað við 31% í fyrra. 

Bjarna vantreyst

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, nýtur minna trausts en hinir formenn ríkisstjórnarflokkanna. Það sést á því að 29% segjast treysta honum frekar eða mjög mikið, miðað við 25% árið áður. Hins vegar segist meirihlutinn, 56%, treysta honum frekar eða mjög lítið, sem er aukning úr 51% í fyrra. Þróun vantrausts gagnvart Sigurði Inga og Katrínu er öfug á við Bjarna, nú vantreysta 27% Sigurði Inga, en þau voru 33% í fyrra. Sömuleiðis vantreysta 23% Katrínu en 28% gerðu það síðast.

Sigmundur á botninum og Logi fellur

Færri treysta Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, eða 17% miðað við 24% í fyrra. Samhliða eykst vantraust á honum úr 40% í 50% og er hann því í sambærilegri stöðu og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.

Langminnst traust mælist til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, af þeim sem sitja á Alþingi. 76% landsmanna vantreysta honum, en aðeins 7,7% treysta honum.

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, nýtur svipaðs trausts og Sigmundur, eða 7,8%, þótt færri vantreysti honum, eða 63,2%. 

Könnun MMRAðeins tveir flokksleiðtogar njóta meira trausts en vantrausts.

Katrínu treyst þvert á flokka

Traust gagnvart Katrínu Jakobsdóttur er þvert á flokka, þótt það eigi síst við um Flokk fólksins, Miðflokkinn og Sósíalistaflokkinn. Athygli vekur að 72% Sjálfstæðismanna treysta Katrínu frekar eða mjög mikið, en 83% þeirra treysta formanninum Bjarna Benediktssyni. Sömuleiðis treysta 71% kjósenda Viðreisnar Katrínu, 64% Framsóknarfólks og tæpur helmingur Samfylkingarfólks og Pírata. 

Sigurður Ingi Jóhannsson nýtur trausts 54% Sjálfstæðismanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Smári Egilsson, Inga Sæland og Logi Már Einarsson njóta lítils trausts utan sinna kjósenda, og svipað gildir um Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, sem nær ekki meira en 24% trausti utan kjósenda Viðreisnar.

Í sams konar könnun árið 2016 naut Katrín trausts 59% landsmanna en var vantreyst af 21% þeirra. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var þá forsætisráðherra með traust 10% landsmanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
2
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár