Í stríði er lygi leyfileg í nafni frelsis. Í stríði eru blekkingar réttlætanlegar. Stríð er því ævinlega tími vantrausts, kvíða, ótta, haturs og eyðileggingar. Átakamenningin birtist gjarnan með því að einfalda hlutina og etja saman sjónarmiðum og telja: „22 íraskir hermenn drepnir í sjálfsmorðsárás í Fallujah“. En munum að „gagnlausasta aðgerð í heimi er að telja“ eða hvenær hafa nógu margir dáið til að tími sé til að hætta?
Við heyrum yfirleitt örfá (karlmanns)nöfn nefnd í fréttum af stríði og síðan yfirlit yfir fjölda sprenginga og fallinna. Fáar fréttir berast af óbreyttum borgurum sem glata frelsinu, fjölskyldunni og heimkynnum sínum og munu þjást alla daga undir ofríki kúgara sinna eða leggja á flótta og verða hvergi velkomnir.
Almenningur þjáist á meðan þjóðarleiðtogar draga upp svarthvítar myndir, skipa þjóðum á bása góðs og ills, vina og óvina, tala um öxulveldi hins illa, segjast ætla að frelsa fólkið en hugsa einungis um …
Athugasemdir