„Þetta er bandarísk þáttaröð sem er byggð á myndasögu sem heitir „Y: The Last Man“ og fjallar um vírus sem drepur allar manneskjur og allar lifandi verur sem eru með y-litninginn nema einn mann sem er síðasti maðurinn. Án þess að ég vilji gefa of mikið upp eða skemma fyrir áhorfendum þá get ég sagt að þetta sé heimur án laga og reglna en það er líka fullt af kómedíu og léttleika í þessari seríu þrátt fyrir að hún sé líka dimm og þung og bara klikkað ástand. Innviðir samfélagsins eru að hrynja og helmingur mannkyns er dáinn. Þetta er svolítið stór heimur og marglaga þannig að ég þurfti að búa til nokkra ólíka heima varðandi tónlistina.“
Herdís Stefánsdóttir tónskáld talar um að í dag búi mannkynið í rauninni ekki við svo ólíkar aðstæður hvað varðar nýja kórónuvírusinn sem veldur Covid-19. „Það er mikill realismi í seríunni þannig að mér …
Athugasemdir