Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Dívur, lönd og lendar

Stund­ar­skrá dag­ana 30.sept­em­ber til 7.októ­ber

Dívur, lönd og lendar

Sundbíó

Hvar? Sundhöllin

Hvenær? 1. október kl. 19.30

Aðgangseyrir? 2.900 kr. 

Sundbíó hefur svo sannarlega fest sig í sessi sem einn af sér viðburðum RIFF og í ár verður engin breyting þar á. Föstudagskvöldið 1. október kl. 19.30 verður hægt að hreiðra um sig í lauginni og horfa á költ-klassíkina The Life Aquatic with Steve Zissou – Á sjó með Steve Zissou.

Pétur og úlfurinn í Hörpu

Hvar? Harpa

Hvenær? 3. október kl. 16.

Aðgangseyrir? 2000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn

Kammersveit Reykjavíkur leikur Pétur og úlfinn eftir Prokofíev í Norðurljósum í Hörpu. Pétur og úlfurinn eftir Prokofíev hefur fangað ímyndunarafl barna, kynslóð fram af kynslóð. Verkið  um krakkann uppátækjasama, árans úlfinn og dýrin í sveitinni er einnig í uppáhaldi hjá mörgum fullorðnum, þar með töldum meðlimum Kammersveitar Reykjavíkur. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir mun leiða börnin inn í söguna og kynna hljóðfærin fyrir þeim.

Friðrik Ómar 40 ára

Hvar? Harpa

Hvenær? 4. október

Aðgangseyrir? 3.990–7.990 kr.

Í tilefni af fertugsafmæli Friðriks Ómars, þann 4. október næstkomandi, ætlar hann að stíga á svið í Eldborg ásamt hópi vina og samstarfsmanna og skauta í gegnum efnisskrá sem hann hefur valið sérstaklega af þessu tilefni. Friðrik ætlar að hleypa söngvaranum út með dassi af tónleikahaldaranum og fá til sín marga gesti.

HELLABÍÓ

Hvar? Raufarhólshellir

Hvenær? 6. október kl. 18.

Aðgangseyrir? 5.900 kr.

Hefur þig einhvern tíma langað til að fara á bíósýningu í iðrum jarðar? Í ár getur þú skellt þér í einstaka upplifun í Raufarhólshelli þar sem költ-klassíkin Labyrinth með David Bowie verður sýnd. Mjög takmarkað magn af miðum.

Sendið inn dívurnar

Hvar? Salurinn – tónlistarhús

Hvenær? 2. október kl. 20.

Aðgangseyrir? 4.950–5.500 kr.

Stórleikkonurnar og söngdívurnar Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Margrét Eir, Sigríður Eyrún og Þórunn Lárusdóttir færa tónleikagestum veislu af lögum úr söngleikjum sem slegið hafa í gegn á Broadway og West End. Sum lögin á efnisskránni hafa þær nú þegar sungið á sviði í stórum leikhúsum, sum lögin eru á óskalista þeirra um að fá að syngja einhvern tíma á þeim vettvangi og önnur eru fyrir hlutverk sem henta leikkonunum bara alls ekki en lögin smellpassa svo þær syngja þau bara samt!

Hennar rödd – Ráðstefna um heilsu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

Hvar? Borgarleikhúsið

Hvenær? 2. október kl. 11.

Aðgangseyrir? 1000 kr.

Félagasamtökin Hennar rödd halda í ár ráðstefnu um heilsu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Viðfangsefnið hefur ekki hlotið ítarlega umfjöllun í samfélaginu en á tímum Covid-19 kemur enn frekar í ljós að þörf er á frekari umræðu og rannsóknum á þessu sviði. Meðal umræðuefna er reynsla kvenna af erlendum uppruna af heilbrigðiskerfinu, aðgengi og menningarnæmni innan þess ásamt geðheilsu, kynheilsu og frelsis.

Ráðstefnan fer fram á íslensku og ensku og verður túlkuð yfir á pólsku og ensku.

RÓMEÓ <3 JÚLÍA

Hvar? Borgarleikhúsið

Hvenær? 1. október

Aðgangseyrir? 6.950–7.950 kr.

Íslenski dansflokkurinn færir okkur Rómeó <3 Júlíu, stórbrotið dansverk Ernu Ómarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur í túlkun dansara Íslenska dansflokksins. Um er að ræða frumflutning verksins á Íslandi. Sígildur harmleikur Shakespeares er rækilega afbyggður og brotinn niður í fjölmargar frásagnir sem gerast samhliða svo úr verður veröld full af lostafullri þrá, líkamsvessum og logandi eldtungum, særingarmætti öskursins og heilandi ást – undir skæru og neonlituðu hjarta.

Búkalú - Um lönd og lendar

Hvar? Friðheimar Reykholti

Hvenær? 7. október kl. 20

Aðgangseyrir? 3.900 kr.

Búkalú - glæsisýning Margrétar Maack snýr aftur eftir barnsburð, heimsfaraldur og gott hlé. Með í för eru bestu, skemmtilegustu, fegurstu og fyndnustu kabarettlistamenn landsins ásamt erlendum gestum. Sýningin blandar saman burleski, kabarett, dragi og sirkus svo úr verður einstakur fullorðinskokteill.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu