Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Dívur, lönd og lendar

Stund­ar­skrá dag­ana 30.sept­em­ber til 7.októ­ber

Dívur, lönd og lendar

Sundbíó

Hvar? Sundhöllin

Hvenær? 1. október kl. 19.30

Aðgangseyrir? 2.900 kr. 

Sundbíó hefur svo sannarlega fest sig í sessi sem einn af sér viðburðum RIFF og í ár verður engin breyting þar á. Föstudagskvöldið 1. október kl. 19.30 verður hægt að hreiðra um sig í lauginni og horfa á költ-klassíkina The Life Aquatic with Steve Zissou – Á sjó með Steve Zissou.

Pétur og úlfurinn í Hörpu

Hvar? Harpa

Hvenær? 3. október kl. 16.

Aðgangseyrir? 2000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn

Kammersveit Reykjavíkur leikur Pétur og úlfinn eftir Prokofíev í Norðurljósum í Hörpu. Pétur og úlfurinn eftir Prokofíev hefur fangað ímyndunarafl barna, kynslóð fram af kynslóð. Verkið  um krakkann uppátækjasama, árans úlfinn og dýrin í sveitinni er einnig í uppáhaldi hjá mörgum fullorðnum, þar með töldum meðlimum Kammersveitar Reykjavíkur. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir mun leiða börnin inn í söguna og kynna hljóðfærin fyrir þeim.

Friðrik Ómar 40 ára

Hvar? Harpa

Hvenær? 4. október

Aðgangseyrir? 3.990–7.990 kr.

Í tilefni af fertugsafmæli Friðriks Ómars, þann 4. október næstkomandi, ætlar hann að stíga á svið í Eldborg ásamt hópi vina og samstarfsmanna og skauta í gegnum efnisskrá sem hann hefur valið sérstaklega af þessu tilefni. Friðrik ætlar að hleypa söngvaranum út með dassi af tónleikahaldaranum og fá til sín marga gesti.

HELLABÍÓ

Hvar? Raufarhólshellir

Hvenær? 6. október kl. 18.

Aðgangseyrir? 5.900 kr.

Hefur þig einhvern tíma langað til að fara á bíósýningu í iðrum jarðar? Í ár getur þú skellt þér í einstaka upplifun í Raufarhólshelli þar sem költ-klassíkin Labyrinth með David Bowie verður sýnd. Mjög takmarkað magn af miðum.

Sendið inn dívurnar

Hvar? Salurinn – tónlistarhús

Hvenær? 2. október kl. 20.

Aðgangseyrir? 4.950–5.500 kr.

Stórleikkonurnar og söngdívurnar Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Margrét Eir, Sigríður Eyrún og Þórunn Lárusdóttir færa tónleikagestum veislu af lögum úr söngleikjum sem slegið hafa í gegn á Broadway og West End. Sum lögin á efnisskránni hafa þær nú þegar sungið á sviði í stórum leikhúsum, sum lögin eru á óskalista þeirra um að fá að syngja einhvern tíma á þeim vettvangi og önnur eru fyrir hlutverk sem henta leikkonunum bara alls ekki en lögin smellpassa svo þær syngja þau bara samt!

Hennar rödd – Ráðstefna um heilsu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

Hvar? Borgarleikhúsið

Hvenær? 2. október kl. 11.

Aðgangseyrir? 1000 kr.

Félagasamtökin Hennar rödd halda í ár ráðstefnu um heilsu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Viðfangsefnið hefur ekki hlotið ítarlega umfjöllun í samfélaginu en á tímum Covid-19 kemur enn frekar í ljós að þörf er á frekari umræðu og rannsóknum á þessu sviði. Meðal umræðuefna er reynsla kvenna af erlendum uppruna af heilbrigðiskerfinu, aðgengi og menningarnæmni innan þess ásamt geðheilsu, kynheilsu og frelsis.

Ráðstefnan fer fram á íslensku og ensku og verður túlkuð yfir á pólsku og ensku.

RÓMEÓ <3 JÚLÍA

Hvar? Borgarleikhúsið

Hvenær? 1. október

Aðgangseyrir? 6.950–7.950 kr.

Íslenski dansflokkurinn færir okkur Rómeó <3 Júlíu, stórbrotið dansverk Ernu Ómarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur í túlkun dansara Íslenska dansflokksins. Um er að ræða frumflutning verksins á Íslandi. Sígildur harmleikur Shakespeares er rækilega afbyggður og brotinn niður í fjölmargar frásagnir sem gerast samhliða svo úr verður veröld full af lostafullri þrá, líkamsvessum og logandi eldtungum, særingarmætti öskursins og heilandi ást – undir skæru og neonlituðu hjarta.

Búkalú - Um lönd og lendar

Hvar? Friðheimar Reykholti

Hvenær? 7. október kl. 20

Aðgangseyrir? 3.900 kr.

Búkalú - glæsisýning Margrétar Maack snýr aftur eftir barnsburð, heimsfaraldur og gott hlé. Með í för eru bestu, skemmtilegustu, fegurstu og fyndnustu kabarettlistamenn landsins ásamt erlendum gestum. Sýningin blandar saman burleski, kabarett, dragi og sirkus svo úr verður einstakur fullorðinskokteill.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár