Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, aðstoðaði útgerðarfélagið Samherja með óbeinum hætti við að komast í kynni við ráðamenn í Namibíu um haustið 2011. Þetta gerðist þannig að Birna skipulagði hádegisverðarfund með þáverandi stjórnarmanni í bankanum, Daniel Levin, og feðgunum Þorsteini Má Baldvinssyni og Baldvin Þorsteinssyni. Á fundinum var ákveðið að Daniel Levin myndi tengja Samherjamenn við þekktan namibískan auðkýfing, Harold Pupkewitz, sem svo tengdi stjórnendur Samherja við sjávarútvegsráðherra Namibíu, Bernhard Esau, með kynningarbréfi um félagið. Hádegisverðarfundurinn fór fram á veitingastaðnum Fiskfélaginu í miðbæ Reykjavíkur. Um var að ræða ein fyrstu samskiptin við sjávarútvegsráðherrann vegna viðskipta Samherja í landinu.
Þetta kemur fram í gögnum, sem Stundin hefur undir höndum, sem eru undir í rannsóknum íslenskra og namibískra yfirvalda á Samherjamálinu í Namibíu.
„Ég skal alveg viðurkenna það að ég var að reyna að ganga í augun á Samherja með þessu.“
Útgerðarfélagið Samherji hóf svo veiðar í Namibíu á …
Athugasemdir (3)