Sjálfsævisögulegi heimildasöngleikurinn „Góðan daginn, Faggi“ er nú sýndur í kjallara Þjóðleikhússins. Um einleik er að ræða og er það Bjarni Snæbjörnsson sem leikur í raun sjálfan sig en leikritið er byggt á dagbókum hans og bréfaskriftum frá því hann var barn. „Hann byggir líka á hvernig ég hef gert upp ævi mína hingað til. Fókuspunkturinn er kannski aðallega að sættast við sjálfan sig eins og maður er og hvernig það var fyrir mig sem homma að alast upp í gagnkynhneigðu samfélagi,“ segir Bjarni, sem er titlaður höfundur verksins og annar höfundur og leikstjóri er Gréta Kristín Ómarsdóttir. Axel Ingi Árnason samdi tónlistina sem er byggður á söngleikjahefðinni.
Skömm yfir kynhneigðinni
Bjarni talar um skömmina sem hann upplifði í mörg ár við að vera samkynhneigður. „Verkið fjallar líka um uppgjör við þessa skömm sem ég upplifði og tengist samfélaginu og er í undirmeðvitundinni; ég held að þetta gerist ósjálfrátt á meðal …
Athugasemdir