Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kolbeinn sendir frá sér yfirlýsingu: Játar ekki ofbeldi en greiddi samt bætur

Lands­liðs­mað­ur­inn Kol­beinn Sig­þórs­son seg­ist í yf­ir­lýs­ingu skilja að Þór­hild­ur Gyða Arn­ars­dótt­ir hafi ver­ið „rænd sinni sátt“ með af­neit­un for­manns Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands. Hann svar­ar þó ekki öll­um spurn­ing­um sem vakn­að hafa.

Kolbeinn sendir frá sér yfirlýsingu: Játar ekki ofbeldi en greiddi samt bætur
Kolbeinn Sigþórsson Framherji landsliðsins sendir frá sér yfirlýsingu.

Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segist í yfirlýsingu ekki hafa kannast við að hafa áreitt Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur og vinkonu hennar á skemmstistaðnum B5 haustið 2017, en engu að síður „hegðað sér með óviðeigandi hætti“ og greitt þeim peninga vegna þess. Um leið hafi hann styrkt samtökin Stígamót, sem berjast gegn kynferðisofbeldi, um þrjár milljónir króna.

Í yfirlýsingunni  játar Kolbeinn ekki ofbeldi, heldur slæma hegðun sem hafi „ekki verið til fyrirmyndar“ og hann vinni í að bæta. „Ég kannaðist ekki við að hafa áreitt þær eða beitt ofbeldi og neitaði sök. Hegðun mín var hins vegar ekki til fyrirmyndar og baðst ég afsökunar á henni,“ segir hann.

Þá segir hann að hegðunin hafi sprottið úr því að hann kom sér í tilteknar aðstæður. „Á undanförnum árum hef ég átt í erfiðleikum, verið andlega á slæmum stað, mikið meiddur og framtíð ferils míns sem knattspyrnumanns í mikilli hættu. Ég kom mér í aðstæður þar sem ég hegðaði mér með óviðeigandi hætti ... Ég harma mína hegðun á þessum tíma og tek harða afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi. Ég er enn markvisst að vinna í mínum málum,“ segir hann. 

Kolbeinn kveðst skilja Þórhildi Gyðu og vísar til þess að hafa upplýst Knattspyrnusamband Íslands um málið. „KSÍ var upplýst um framvindu sáttaviðræðna og lyktir þeirra en afneitun KSÍ leiddi til þess að Þórhildi Gyðu fannst hún rænd sinni sátt. Ég hef skilning á því.“

Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, sagði í Kastljóssviðtali í síðustu viku að KSÍ hefði engar tilkynningar fengið um ásakanir um kynferðisbrot leikmanna. Hann hefur sagt af sér vegna málsins. Félagslið Kolbeins, AIK, hefur greint frá því að KSÍ lét félagið ekki vita af málinu.

Yfirlýsing Kolbeins barst frá lögmanninum Almari Þ. Möller frá Mörkinni lögmannsstofu og var undirrituð Fredrik Risp, umboðsmanni hans.

Í yfirlýsingunni ávarpar Kolbeinn ekki hvort það hafi verið lögmaður KSÍ eða hans eigin lögmaður sem átti milligöngu um málið á sínum tíma, en KSÍ hefur hafnað fullyrðingum Þórhildar Gyðu þess efnis.

Þá stangast túlkun Kolbeins á við lýsingar Þórhildar Gyðu, sem sagðist hafa verið með áverka í tvær eða þrjár vikur eftir að hafa hitt Kolbein á B5. „Hann grípur sem sagt í klofið á mér. Síðan á sér stað líkamsárás aðeins seinna þar sem hann tekur mig hálstaki í stutta stund. Þar sem það skarst annar einstaklingurinn inn í. Ég var með áverka í tvær til þrjár vikur eftir hann. Strax daginn eftir fæ ég áverkavottorð og fer síðan niður á lögreglustöð og legg fram kæru. Við vorum tvær sem urðum fyrir því sama af hans hálfu þetta umrædda kvöld og við fórum saman að kæra,“ sagði hún í viðtali við Kastljósið á föstudag.

Þórhildur Gyða segir í samtali við Vísi.is að Kolbeinn saki hana um lygar í yfirlýsingunni. Hún hafi aldrei nafngreint hann. „Þess vegna harma ég að hann sé að ráðast á mig og saka mig um að ljúga.“

Hún segir þar að greiðslan til Stígamóta hafi verið hugmynd hennar og vinkonu hennar. „Okkur fannst að hann þyrfti að borga til baka til samfélagsins vegna þess hvernig hann hegðaði sér og út af þessari árás á okkur.“

Kolbeinn ásamt GylfaGylfi Sigurðsson, félagi Kolbeins hjá íslenska karlalandsliðinu, er til rannsóknar vegna meints kynferðisbrots sem tengist frásögn af samskiptum við stúlku undir lögaldri.

Yfirlýsing Kolbeins í heild

Á undanförnum árum hef ég átt í erfiðleikum, verið andlega á slæmum stað, mikið meiddur og framtíð ferils míns sem knattspyrnumanns í mikilli hættu. Ég kom mér í aðstæður þar sem ég hegðaði mér með óviðeigandi hætti. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur stigið fram og lýst sinni upplifun af atviki á skemmtistaðnum B5 haustið 2017. Vorið 2018 hitti ég Þórhildi Gyðu og vinkonu hennar og hlustaði á þeirra upplifun.   

Ég kannaðist ekki við að hafa áreitt þær eða beitt ofbeldi og neitaði sök. Hegðun mín var hins vegar ekki til fyrirmyndar og baðst ég afsökunar á henni. Ég iðraðist og tók á því ábyrgð og var tilbúinn að leita sátta. Þær höfðu uppi kröfu um afsökunarbeiðni og greiðslu sem ég féllst á. Auk þess greiddi ég 3 milljónir króna til samtakanna Stígamóta og studdi þannig mikilvæga baráttu samtakanna gegn kynferðisofbeldi.

Með þessu var málinu lokið af okkar hálfu. KSÍ var upplýst um framvindu sáttaviðræðna og lyktir þeirra en afneitun KSÍ leiddi til þess að Þórhildi Gyðu fannst hún rænd sinni sátt. Ég hef skilning á því. 

Ég harma mína hegðun á þessum tíma og tek harða afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi. Ég er enn markvisst að vinna í mínum málum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár