Að ræða við gagnkynhneigða menn um getnaðarvarnir batnar því miður ekkert með árunum. Þvert á móti. Það kom mér nokkuð á óvart að smokkurinn er í töluvert minni tísku en fyrir áratug og eftir samræður við vini og vandamenn virðist þessa lífseiga uppfinning frekar vera undantekningin en reglan. Eða eins og ungur maður orðaði það þegar ég spurði hvers vegna hann ætti ekki smokka, „þetta hefur bara ekki verið vandamál hingað til“. Hvað sem það á nú að þýða.
Í þessum samræðum bregða karlar iðulega til þess ráðs að skella skuldinni á rekkjunaut sinn og spyrja hvers vegna kona sé ekki bara á pillunni. Sömu karlar láta vera að spyrja um gagnsemi pillunnar gegn kynsjúkdómum og vilja ekki heyra minnst á aukaverkanir og amstur sem fylgir því að innbyrða slík lyf.
Blóðug saga
Ólíklegt er að karlar geri sér grein fyrir að þeir sjálfir voru upphaflega markhópur getnaðarvarnapillunnar í kringum …
Athugasemdir