Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Félag Róberts segir ,,ekkert launungarmál” á hverju 11 milljarða arðgreiðsla byggir en vill samt ekki segja frá því

Tals­mað­ur fjár­fest­ing­ar­fé­lags Ró­berts Wessman seg­ir enga leynd hvíla yf­ir því af hverju fé­lag­ið gat greitt út him­in­há­an arð. Fé­lag­ið vill samt ekki svara spurn­ing­um um ræt­ur arð­greiðsl­unn­ar eða af hverju sænska fé­lag­ið sem greiddi arð­inn í fyrra af­skrif­aði 5 millj­arða króna kröf­ur á hend­ur ótil­greind­um að­il­um ár­ið áð­ur.

Félag Róberts segir ,,ekkert launungarmál” á hverju  11 milljarða arðgreiðsla byggir en vill samt ekki segja frá því
,,Ekkert launungarmál" Þrátt fyrir að arðgreiðsla eins hluthafa Alvogen og Alvotech í Vatnsmýrinni sé ,,ekkert launungarmál" vill félag Róberts Wessman ekki greina frá forsendum hennar. Mynd: Alvogen

,,Það er ekkert launungarmál hvaðan peningarnir koma eins og ýjað er að í umræddri frétt. Aztiq fjármagnar sig á virði undirliggjandi eigna sem hafa vaxið mikið á undanförnum árum,” segir í yfirlýsingu frá fjárfestingarfélagi Róberts Wessman, Aztiq, um frétt Stundarinnar um ársreikning félagsins Aztic Partners AB í Svíþjóð sem heldur utan um eignarhluti Róberts Wessman í Alvogen og Alvotech. Félagið greiddi út 11,3 milljarða króna arð til hluthafa félagsins sem er eignarhaldsfélag í Lúxemborg sem er í eigu sjóðs í skattaskjólinu Jersey. Aztiq segir hins vegar ekki í yfirlýsingunni hvaðan peningarnir sem mynda arðinn koma. 

Þrátt fyrir að Stundin hafi einnig spurt Aqtiz að því ,,hvaðan” peningarnir sem greiddir eru í arð út úr sænska félaginu komi, og að Aztiq segi að það sé ekkert leyndarmál þar á bak við þá svarar félagið ekki spurningu blaðsins um þetta. 

Alvogen og Alvotech er að hluta til í eigu þessa sænska félags Róberts Wessman. Þessi félög hafa aldrei skilað hagnaði og aldrei greitt út arð en samt hefur sænska félagið greitt út veglegan arð, rúma 11 milljarða króna í arð til fyrirtækis í eigu Róberts í Lúxemborg og þaðan á Jersey. Íslenskir fjárfestar eins og Tryggingamiðstöðin, Lífeyrissjóður Vestmanna, Sjóðsstýringarfyrirtækið Stefnir og Hvalur hf. hafa sett peninga inn í Alvotech. 

Eitt af því sem kemur fram í svari upplýsingafulltrúa Aztiq, Láru Ómarsdóttur, við spurningum Stundarinnar er eða arðgreiðslan út úr sænska félaginu hafi í reynd ekki verið greidd út í peningum heldur hafi upphæðin verið ,,nettuð” á móti skuldum. ,,Engar peningalegar millifærslur áttu sér stað milli Aztiq Partners AB og Horizone því arðgreiðslan var nettuð á móti skuldum.”

,,Engar peningalegar millifærslur áttu sér stað milli Aztiq Partners AB og Horizone því arðgreiðslan var nettuð á móti skuldum."

Spurningar Stundarinnar og svör Láru Ómarsdóttur um ársreikning sænska félags Róberts Wessman fylgja hér á eftir sem og yfirlýsing Aztiq þar á eftir:

Spurning Stundarinnar: Í ársreikningi félagsins er greint frá arðgreiðslum í fyrra til hluthafa sem nema rúmum 11 milljörðum króna. Hvaðan koma þeir peningar sem þarna eru greiddir út í arð og á hvaða forsendum á þessi arðgreiðsla sér stað þar sem félögin sem sænska félagið á, Alvogen og Alvotech, hafa ekki skilað hagnaði og greitt út arð? 

Svar Aztiq: Alvogen og Alvotech eru aðeins hluti af eignarsafni Aztiq Partners AB. Félagið er endurskoðað félag og vinnur samkvæmt endurskoðun og varúðarsjónarmiðum. Félagið á hlut í mörgum félögum sem ganga misvel. Þó er eigið fé þess og arðgreiðslurými jákvætt sem þýðir að í heildina á litið hefur rekstur þess gegnið vel frá stofnun þess árið 2009. Virðisbreytingar í samstæðunni geta bæði verið jákvæðar og neikvæðar.

 Hagnaður og rekstrur félagsins byggir á fjölmörgum eignum eins og fram kemur í yfirlýsingu Aztiq. Stjórn félagsins fylgir eftir fjárfestinga- og arðgreiðslustefnu og á þeim forsendum er tekin ákvörðun um arðgreiðslur. Engar peningalegar millifærslur áttu sér stað milli Aztiq Partners AB og Horizone því arðgreiðslan var nettuð á móti skuldum.

Spurning Stundarinnar: Í ársreikningi félagsins fyrir 2019 er greint frá niðurfærslum á viðskiptakröfum upp á tæplega 432 m SEK, Vegna þessa tapaði ffélagið 370 milljónum SEK þetta ár. Hvaða afskriftir á viðskiptakröfum voru þetta? Hvaða aðili eða aðilar skulduðu félaginu þessa fjármuni og af hverju voru þeir afskrifaðir? 

 Svar Aztiq: Ekki er hægt að gefa upp nákvæmar fjárhagsupplýsingar eins og hér er óskað eftir vegna persónuverndarsjónarmiða og viðskiptahagsmuna.

 Spurning Stundarinnar. Matthías Johannesen fékk greiddan vel á annan milljarð króna frá þessu sænska félagi á sínum tíma í gegnum íslenska milliliði. Hvernig var sú greiðsla bókfærð í reikningi sænska félagsins og hvaðan komu þeir peningar? 

Svar Aztiq: Greiðslan til Matthíasar er frá Aztiq Pharma Partners ehf. þ.e.a.s því félagi sem tengdist dómsmáli hans. Ársreikningar þess félags staðfesta það.

 Þá vil ég ítreka að fullnaðargreiðsla vegna eðlilegrar greiðsludreifingar á gatnagerðargjöldum barst Reykjavíkurborg fyrir ári eða þann 21. september 2020.

 Að örðu leyti vísa ég í yfirlýsingu Aztiq frá því í hádeginu í dag.

 

Yfirlýsing frá Aztiq vegna fréttaflutnings Stundarinnar

,,Vegna fréttar Stundarinnar þann 26. ágúst 2021 sem ber yfirskriftina „Alvogenfélag Róberts greiddi 11,3 milljarða króna í arð til félag í eigu sjóðs í skattaskjólunu Jersey“ vill Aztiq koma eftirfarandi á framfæri.

 Það er ekkert launungarmál hvaðan peningarnir koma eins og ýjað er að í umræddri frétt. Aztiq fjármagnar sig á virði undirliggjandi eigna sem hafa vaxið mikið á undanförnum árum. Þannig hefur til að mynda virði Alvogen miðað við síðustu viðskipti aukist mikið sem og virði Alvotech eins og fram hefur komið í fréttum. Virði annarra eigna í eigu Aztiq hafa einnig aukist aðundanförnu. Fjármögnun Aztiq er fyrir neðan Aztiq Partners og sést því ekki í ársreikningi Aztiq Partners AB.

Astiq Partners AB er í raun kostnaðar- og greiðslumiðlun fyrir Aztiq samstæðuna. Þannig lánar Aztiq Partners AB félögunum eftir þörfum og breytir síðan skuldum í hlutabréf eða afskrifar þær. Fjármagn Aztiq félaganna kemur því í gegnum fjármögnun Aztiq Partners AB sem byggir á undirliggjandi eignum félagsins eins og fyrr segir en að auki er félagið með leigutekjur í fasteignafélögum. 

Alvotech eignfærir ekkert af þróunarkostnaði heldur gjaldfærir allt og því er þróunarkosntaður á tímanum fram að þeim tíma er félagið byrjar að selja lyf sem verið er að þróa, reikningshaldslega tap en ekki eignamyndun, sem er algerlega í samræmi við áætlanir félagsins. Margir af helstu sérfræðingum í lyfjageiranum í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum hafa fjárfest í félaginu vegna þess að þeir hafa gert áreiðanleikakannanir á félaginu og trúa á stefnu og aðferðafræði félagsins enda hafa allar áætlanir félagsins staðist og fjárfestar skilja uppbyggingu félagsins. 

Skuldir við Reykjavíkurborg að fullu greiddar Þá skal taka fram að Fasteignafélagið Sæmundur, sem er í eigu Aztiq, fjármagnaði og byggði

höfuðstöðvar Alvogen og Alvotech í Vatnsmýri. Félagið var stofnað í þeim tilgangi til að halda utan um framkvæmdina og fjármögnun á byggingunni í Vatnsmýrinni. Það var alltaf skýrt í öllum samningum við borgina og við Háskólann. Í upphafi reyndist fremur erfitt að fjármagna bygginguna enda var mikið frost á markaði á þeim tíma og litlir möguleikar á lánum til byggingaframkvæmda og ekki fyrir hendi áhugi fasteignafélaga og sjóða að taka þátt í verkefninu. Eigendur Aztiq þurftu því að fjármagna eigið fé í framkvæmdina sjálfir á móti byggingarfjármögnun frá Arion banka, enda er byggingin í raun sprota uppbygging sem á að hýsa framleiðslu nýrra líftæknilyfja.

 Félagið hefur að fullu greitt skuldir sínar við Reykjavíkurborg. Það sést ef veðbandayfirlit Sæmundar er skoðað. Skuldirnar voru til komnar vegna greiðsludreifingar á gatnagerðargjöldum vegna uppbyggingar á lóðinni sem Sæmundur leigir af Vísindagörðum Háskóla Íslands."

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Róbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Alvotech tapaði 332 milljónum krónum á dag á fyrsta ársfjórðungi
GreiningRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Al­votech tap­aði 332 millj­ón­um krón­um á dag á fyrsta árs­fjórð­ungi

Fjöl­marg­ir fjár­fest­ar, með­al ann­ars ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, hafa veðj­að stórt á að Al­votech muni með tíð og tíma verða mylj­andi pen­inga­vél. Hökt hef­ur ver­ið á því ferli og á síð­ustu 27 mán­uð­um hef­ur fé­lag­ið tap­að um 180 millj­örð­um króna. Stjórn­end­ur Al­votech eru hins veg­ar bratt­ir og spá því að tekj­ur fé­lags­ins muni allt að fimm­fald­ast milli ára.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Lífeyrissjóður greiddi atkvæði gegn kaupréttum stjórnar Alvotech
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Líf­eyr­is­sjóð­ur greiddi at­kvæði gegn kauprétt­um stjórn­ar Al­votech

Lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech hef­ur veitt fjór­um óháð­um stjórn­ar­mönn­um kauprétti í fé­lag­inu. Stjórn fé­lags­ins fékk heim­ild til að veita öll­um stjórn­ar­mönn­um slíka kauprétti en þeir stjórn­ar­menn sem eru tengd­ir Al­votech, með­al ann­ars Ró­bert Wess­mann og Árni Harð­ar­son hafa af­sal­að sér þess­um kauprétt­um. Líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Stapi greiddi at­kvæði gegn kauprétt­ar­kerf­inu.
Háskólinn hjálpaði Róberti að eignast verksmiðjuna fyrir ekkert
SkýringRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Há­skól­inn hjálp­aði Ró­berti að eign­ast verk­smiðj­una fyr­ir ekk­ert

Við­skipt­in með lóð­ina í Vatns­mýri þar sem lyfja­verk­smiðja Al­votech reis vöktu til­tölu­lega litla at­hygli fyr­ir ára­tug síð­an. Í við­skipt­un­um voru Reykja­vík­ur­borg og Há­skóli Ís­lands hins veg­ar að af­henda Ró­berti Wessman af­not af gæð­um í op­in­berri eigu á silf­urfati, sem hann hef­ur síð­an not­að til að hagn­ast æv­in­týra­lega á í gegn­um lyfja­þró­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Al­votech.
Félag Róberts seldi skuldabréf í Alvotech á 12 milljarða rétt fyrir verðhrun
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Fé­lag Ró­berts seldi skulda­bréf í Al­votech á 12 millj­arða rétt fyr­ir verð­hrun

Fé­laga­net Ró­berts Wessman hef­ur inn­leyst hagn­að af sölu lyfja­verk­smiðj­unn­ar í Vatns­mýri á sama tíma og hluta­bréfa­verð Al­votech hef­ur hrun­ið. Árni Harð­ar­son seg­ir að sala fé­lags Ró­berts á skulda­bréf­um sem það fékk sem greiðslu fyr­ir verk­smiðj­una sé til­vilj­un og teng­ist ekk­ert synj­un Banda­ríska lyfja­eft­ir­lits­ins á mark­aðs­leyfi til Al­votech.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár