Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lögreglan kölluð til vegna meðferðar á hundi í Breiðholtinu

Hunda­sam­fé­lag­ið log­ar eft­ir að kona sást binda ut­an um augu og trýni hunds sem hún geymdi ut­an við íþróttamið­stöð.

Lögreglan kölluð til vegna meðferðar á hundi í Breiðholtinu
Hundurinn Þessi mynd náðist af hundinum og aðstæðum hans í dag. Mynd: Facebook / Hundasamfélagið

Meðlimur í Hundasamfélaginu á Facebook kallaði til lögreglu í Breiðholtinu seinni partinn í dag eftir að hafa orðið vitni að því sem hann og fleiri meðlimir hópsins töldu vera dýraníð.

Vitnið kvaðst hafa séð hund bundinn í taumi fyrir utan íþróttasvæði ÍR, með bundið fyrir augun. Eftir að hundurinn hafi verið „að gelta eitthvað mjög lítið og þá kom kona út og batt trýnið á honum fast“, útskýrði vitnið. „Þetta er ekkert annað en dýraníð,“ bætti hann við.

Mikil reiði hefur brotist út í ummælum meðlima Hundasamfélagsins í garð eiganda hundsins. 

„Hvað er að frétta af hundinum? Ég er við það að fara keyra þangað,“ sagði einn meðlimur. 

Maðurinn sem setti inn myndirnar og greindi frá tilfellinu sagði að lokum frá því að lögreglan væri að ræða við konuna sem á hundinn. „Lögreglan kom á svæðið og henni tjáð hvernig farið var með hundin ásamt fékk hún að sjá þær myndir sem teknar voru,“ sagði hann.

Samkvæmt íslenskum lögum er í höndum Matvælastofnunar að bregðast við illri meðferð á dýrum. Almennt er þó eigendum eða umsjónarmönnum dýra gefinn frestur til úrbóta. „Sé um minni háttar brot á lögum eða reglugerðum að ræða, er eigendum eða umsjónarmönnum gefinn frestur til að bæta úr innan tiltekins tíma. Ef fyrirmælum um úrbætur er ekki sinnt er Matvælastofnun heimilt að beita þvingunaraðgerðum eða svipta umráðamann dýra vörslu þeirra,“ segir á vef stofnunarinnar.

Konan hefur því verið hvött til þess að binda hund sinn sömu hnútum og samferðamenn hennar. Ólíklegt er þó að hún verði svipt umsjón með honum.

Hér er hægt að tilkynna um dýraníð á vef Matvælastofnunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár