Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lögreglan kölluð til vegna meðferðar á hundi í Breiðholtinu

Hunda­sam­fé­lag­ið log­ar eft­ir að kona sást binda ut­an um augu og trýni hunds sem hún geymdi ut­an við íþróttamið­stöð.

Lögreglan kölluð til vegna meðferðar á hundi í Breiðholtinu
Hundurinn Þessi mynd náðist af hundinum og aðstæðum hans í dag. Mynd: Facebook / Hundasamfélagið

Meðlimur í Hundasamfélaginu á Facebook kallaði til lögreglu í Breiðholtinu seinni partinn í dag eftir að hafa orðið vitni að því sem hann og fleiri meðlimir hópsins töldu vera dýraníð.

Vitnið kvaðst hafa séð hund bundinn í taumi fyrir utan íþróttasvæði ÍR, með bundið fyrir augun. Eftir að hundurinn hafi verið „að gelta eitthvað mjög lítið og þá kom kona út og batt trýnið á honum fast“, útskýrði vitnið. „Þetta er ekkert annað en dýraníð,“ bætti hann við.

Mikil reiði hefur brotist út í ummælum meðlima Hundasamfélagsins í garð eiganda hundsins. 

„Hvað er að frétta af hundinum? Ég er við það að fara keyra þangað,“ sagði einn meðlimur. 

Maðurinn sem setti inn myndirnar og greindi frá tilfellinu sagði að lokum frá því að lögreglan væri að ræða við konuna sem á hundinn. „Lögreglan kom á svæðið og henni tjáð hvernig farið var með hundin ásamt fékk hún að sjá þær myndir sem teknar voru,“ sagði hann.

Samkvæmt íslenskum lögum er í höndum Matvælastofnunar að bregðast við illri meðferð á dýrum. Almennt er þó eigendum eða umsjónarmönnum dýra gefinn frestur til úrbóta. „Sé um minni háttar brot á lögum eða reglugerðum að ræða, er eigendum eða umsjónarmönnum gefinn frestur til að bæta úr innan tiltekins tíma. Ef fyrirmælum um úrbætur er ekki sinnt er Matvælastofnun heimilt að beita þvingunaraðgerðum eða svipta umráðamann dýra vörslu þeirra,“ segir á vef stofnunarinnar.

Konan hefur því verið hvött til þess að binda hund sinn sömu hnútum og samferðamenn hennar. Ólíklegt er þó að hún verði svipt umsjón með honum.

Hér er hægt að tilkynna um dýraníð á vef Matvælastofnunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
4
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
3
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár