Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lögreglan kölluð til vegna meðferðar á hundi í Breiðholtinu

Hunda­sam­fé­lag­ið log­ar eft­ir að kona sást binda ut­an um augu og trýni hunds sem hún geymdi ut­an við íþróttamið­stöð.

Lögreglan kölluð til vegna meðferðar á hundi í Breiðholtinu
Hundurinn Þessi mynd náðist af hundinum og aðstæðum hans í dag. Mynd: Facebook / Hundasamfélagið

Meðlimur í Hundasamfélaginu á Facebook kallaði til lögreglu í Breiðholtinu seinni partinn í dag eftir að hafa orðið vitni að því sem hann og fleiri meðlimir hópsins töldu vera dýraníð.

Vitnið kvaðst hafa séð hund bundinn í taumi fyrir utan íþróttasvæði ÍR, með bundið fyrir augun. Eftir að hundurinn hafi verið „að gelta eitthvað mjög lítið og þá kom kona út og batt trýnið á honum fast“, útskýrði vitnið. „Þetta er ekkert annað en dýraníð,“ bætti hann við.

Mikil reiði hefur brotist út í ummælum meðlima Hundasamfélagsins í garð eiganda hundsins. 

„Hvað er að frétta af hundinum? Ég er við það að fara keyra þangað,“ sagði einn meðlimur. 

Maðurinn sem setti inn myndirnar og greindi frá tilfellinu sagði að lokum frá því að lögreglan væri að ræða við konuna sem á hundinn. „Lögreglan kom á svæðið og henni tjáð hvernig farið var með hundin ásamt fékk hún að sjá þær myndir sem teknar voru,“ sagði hann.

Samkvæmt íslenskum lögum er í höndum Matvælastofnunar að bregðast við illri meðferð á dýrum. Almennt er þó eigendum eða umsjónarmönnum dýra gefinn frestur til úrbóta. „Sé um minni háttar brot á lögum eða reglugerðum að ræða, er eigendum eða umsjónarmönnum gefinn frestur til að bæta úr innan tiltekins tíma. Ef fyrirmælum um úrbætur er ekki sinnt er Matvælastofnun heimilt að beita þvingunaraðgerðum eða svipta umráðamann dýra vörslu þeirra,“ segir á vef stofnunarinnar.

Konan hefur því verið hvött til þess að binda hund sinn sömu hnútum og samferðamenn hennar. Ólíklegt er þó að hún verði svipt umsjón með honum.

Hér er hægt að tilkynna um dýraníð á vef Matvælastofnunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár