Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Salan á Hugin gerði þrjá bræður að skattakóngum Vestmannaeyja

Þrír bræð­ur verma efstu sæt­in yf­ir tekju­hæstu Vest­manna­ey­ing­ana á síð­asta ári. Arð­ur af út­gerð­ar­fyr­ir­tækj­um skil­ar fólki í efstu fjög­ur sæt­in. Guð­björg Matth­ías­dótt­ir, að­aleig­andi Ís­fé­lags Vest­manna­eyja, kemst ekki á lista yf­ir tekju­hæsta 1 pró­sent lands­manna sam­kvæmt álagn­ing­ar­skrá.

Salan á Hugin gerði þrjá bræður að skattakóngum Vestmannaeyja
Seldu Huginn Tekjuhæstu Vestamannaeyingarnir eru bræður sem seldu útgerðarfélagið Huginn til Vinnslustöðvarinnar í fyrra. Á myndinni má sjá frá vinstri þá Pál Þór, Gylfa Viðar, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar og Guðmund Huginn þegar salan var innsigluð. Mynd: Vinnslustöðin

Bræðurnir Gylfi Viðar, Guðmundur Huginn og Páll Þór Guðmundssynir eru í þremur efstu sætunum yfir tekjuhæstu Vestmannaeyingana á síðasta ári. Gylfi og Guðmundur eru báðir skipstjórar á Hugin VE en Páll er fyrrverandi framkvæmdastjóri útgerðarinnar Hugins.

Vinnslustöðin í  Vestmannaeyjum keypti hlut þeirra bræðra í útgerðinni á síðasta ári, en fyrir átti Vinnslustöðin 48 prósenta hlut í Hugin. Þeir Gylfi og Guðmundur áttu hvor um sig 17,15 prósent hlut í fyrirtækinu en Páll átti 14,85 prósent. Systir þeirra bræðra, Bryndís Anna, átti svo 2,84 prósent hlut.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2021

Tæp tvö hundruð manns í tekjuhæsta eina prósentinu með undir 500 þúsund í mánaðarlaun
FréttirTekjulistinn 2021

Tæp tvö hundruð manns í tekju­hæsta eina pró­sent­inu með und­ir 500 þús­und í mán­að­ar­laun

Á lista yf­ir tekju­hæsta 1% Ís­lend­inga eru 189 manns með und­ir 500 þús­und á mán­uði í laun en með­al­laun Ís­lend­inga í fullu starfi eru 670 þús­und krón­ur á mán­uði. Af þess­um 189 ein­stak­ling­um greiddu 27 þeirra ekk­ert í út­svar. Tekj­ur þessa Ís­lend­inga eru fyrst og fremst fjár­magn­s­tekj­ur.
Samtöl við skattakónga
ViðtalTekjulistinn 2021

Sam­töl við skattakónga

Þau sem eru hluti af 1 pró­sent tekju­hæstu Ís­lend­ing­un­um sam­kvæmt álagn­inga­skrá eiga marg­ar og mis­mun­andi sög­ur að baki, bæði af sigr­um og sorg­um. Stund­in ræð­ir við nokk­ur þeirra. „Svo þeg­ar ég er bú­inn að eign­ast alla þessa pen­inga núna þá kann ég ekk­ert að nota þá,“ seg­ir næst­hæsti skatt­greið­andi á land­inu. „Það má and­skot­inn vita hvað verð­ur gert við þetta,“ seg­ir skattakóng­ur að vest­an.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár