Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Ég missti manninn minn“

Svana Guð­laugs­dótt­ir er í öðru sæti á lista yf­ir tekju­hæstu ein­stak­linga á Aust­ur­landi.

„Ég missti manninn minn“

Ég sé að þú ert í öðru sæti á Austurlandi hvað varðar hæstu skatta en í fyrsta sæti hvað varðar heildarárstekjur, hvernig blasir það við þér?

Þetta eru nú ekki tekjur, þetta er fjármagnstekjuskattur, ég missti manninn minn. 

Ég samhryggist. 

Já, í fyrra, og við rákum rafmagnsverkstæði á Eskifirði. 

Varstu að selja það?

Já. 

Æ, ég samhryggist. 

Já, takk fyrir það. En það er ár síðan og þaðan eru þessar tekjur eins og maður segir. 

Það er nú ekki oft kona sem er efst á þessum listum, mér fannst það líka áhugavert. 

Já, einmitt en þetta er bara fyrirtækið okkar. 

Og þú ákvaðst bara að selja það?

Það voru allir okkar menn í vinnu og hann dó í slysi og það voru fjórir sem sýndu fyrirtækinu áhuga og ég er ekki rafvirki, skilurðu. Ég vann við bókhaldið, við unnum í þessu saman. Þar var ég bara svo heppin að ég fékk svo góðan stuðning í samfélaginu og gat selt og það er ástæðan fyrir þessum tekjum mínum núna. Ég verð alveg örugglega ekki á listanum á næsta ári. 

Nei, einmitt. En hvað gerir þú núna? Heldur þú áfram í bókhaldinu eða ætlar þú að finna þér eitthvað annað?

Nei, ég er orðin sextug. Eða ég veit það ekki. Þeir tóku þetta bara alveg yfir. Þeir á Akureyri keyptu þetta og ég vinn ekkert hjá þeim eða neitt svoleiðis.

Ætlar þú kannski að hugsa málið? Þetta er kannski nægur peningur fyrir næstu ár. 

Já, já. Ég ætla bara að hugsa málið. Ég rek nú reyndar íbúð í langtímaleigu á Eskifirði. Við hættum með túristann. Þannig að maður getur lifað eitthvað af því. Þær eru bara í leigu til einstaklinga í langtímaleigu. 

Það gengur bara vel?

Já, það er alltaf verið að spyrja um íbúðir. En auðvitað var bara kippt undan manni fótunum, bara vinnulega, makalega og bara allt. Þetta er nú ástæðan. 

Mér finnst hrikalega leiðinlegt að heyra þetta.

Já, svona er nú bara lífið víst. Maður verður að reyna að halda áfram. Já, auðvitað er þetta ekkert gaman. Þetta er búið að vera erfitt ár. 

Er eitthvað sem þig langar að gera? Er þetta tækifæri til þess að fara að gera eitthvað sem þig langaði alltaf að gera? 

Já, mig hefur alltaf langað að ferðast meira og svona. Mig langar ekkert endilega að fara í eitthvert nám. Svo ætla ég að sjá til með vinnu þegar Covid er afstaðið, mig langar að breyta til. 

Flytja kannski til útlanda?

Ég veit það ekki. Hjá mér er þetta búið að vera bara einn dagur í einu alltaf. Ég fæ bara kvíða ef ég fer að hugsa of mikið um framtíðina. Svo er bara ástand í samfélaginu líka. 

„Hjá mér er þetta búið að vera bara einn dagur í einu alltaf. Ég fæ bara kvíða ef ég fer að hugsa of mikið um framtíðina“

Út af Covid?

Já, maður hefur ekki fengið tækifæri til að breyta til. Allir eru bara fastir. 

Þannig að þú ert í rauninni bara í millibilsástandi eftir því að geta hafið nýtt líf eða þannig?

Já. Í einhverju svona millibilsástandi eins og margir fleiri. Kannski meira hjá mér út af þessu. Annars hefði maður bara verið í sínu áfram. Maður er kannski fullungur til að hætta að vinna en svo bara veit ég það ekki. Mér finnst einhvern veginn eins og ég þurfi að fara í eitthvert langt frí og jafna mig. Það er kannski frekar hugsunin en að ráða sig í einhverja vinnu. 

En eins og með Covid og ferðalög, hefur þú fundið eitthvert land sem þú treystir þér til að ferðast um?

Nei, ég er reyndar ekki búin að skoða það neit,t sko. Þetta virðist allt bara vera á verri veginn núna. Maður hélt að þetta væri að skána í sumar. En svo er þetta bara einhvern veginn, hmmm. 

Ég vona að þú finnir þér eitthvað sem þig langar að gera og þú fáir að ferðast.

Já, það kemur bara í ljós. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samtöl við skattakónga

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár