Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Ég missti manninn minn“

Svana Guð­laugs­dótt­ir er í öðru sæti á lista yf­ir tekju­hæstu ein­stak­linga á Aust­ur­landi.

„Ég missti manninn minn“

Ég sé að þú ert í öðru sæti á Austurlandi hvað varðar hæstu skatta en í fyrsta sæti hvað varðar heildarárstekjur, hvernig blasir það við þér?

Þetta eru nú ekki tekjur, þetta er fjármagnstekjuskattur, ég missti manninn minn. 

Ég samhryggist. 

Já, í fyrra, og við rákum rafmagnsverkstæði á Eskifirði. 

Varstu að selja það?

Já. 

Æ, ég samhryggist. 

Já, takk fyrir það. En það er ár síðan og þaðan eru þessar tekjur eins og maður segir. 

Það er nú ekki oft kona sem er efst á þessum listum, mér fannst það líka áhugavert. 

Já, einmitt en þetta er bara fyrirtækið okkar. 

Og þú ákvaðst bara að selja það?

Það voru allir okkar menn í vinnu og hann dó í slysi og það voru fjórir sem sýndu fyrirtækinu áhuga og ég er ekki rafvirki, skilurðu. Ég vann við bókhaldið, við unnum í þessu saman. Þar var ég bara svo heppin að ég fékk svo góðan stuðning í samfélaginu og gat selt og það er ástæðan fyrir þessum tekjum mínum núna. Ég verð alveg örugglega ekki á listanum á næsta ári. 

Nei, einmitt. En hvað gerir þú núna? Heldur þú áfram í bókhaldinu eða ætlar þú að finna þér eitthvað annað?

Nei, ég er orðin sextug. Eða ég veit það ekki. Þeir tóku þetta bara alveg yfir. Þeir á Akureyri keyptu þetta og ég vinn ekkert hjá þeim eða neitt svoleiðis.

Ætlar þú kannski að hugsa málið? Þetta er kannski nægur peningur fyrir næstu ár. 

Já, já. Ég ætla bara að hugsa málið. Ég rek nú reyndar íbúð í langtímaleigu á Eskifirði. Við hættum með túristann. Þannig að maður getur lifað eitthvað af því. Þær eru bara í leigu til einstaklinga í langtímaleigu. 

Það gengur bara vel?

Já, það er alltaf verið að spyrja um íbúðir. En auðvitað var bara kippt undan manni fótunum, bara vinnulega, makalega og bara allt. Þetta er nú ástæðan. 

Mér finnst hrikalega leiðinlegt að heyra þetta.

Já, svona er nú bara lífið víst. Maður verður að reyna að halda áfram. Já, auðvitað er þetta ekkert gaman. Þetta er búið að vera erfitt ár. 

Er eitthvað sem þig langar að gera? Er þetta tækifæri til þess að fara að gera eitthvað sem þig langaði alltaf að gera? 

Já, mig hefur alltaf langað að ferðast meira og svona. Mig langar ekkert endilega að fara í eitthvert nám. Svo ætla ég að sjá til með vinnu þegar Covid er afstaðið, mig langar að breyta til. 

Flytja kannski til útlanda?

Ég veit það ekki. Hjá mér er þetta búið að vera bara einn dagur í einu alltaf. Ég fæ bara kvíða ef ég fer að hugsa of mikið um framtíðina. Svo er bara ástand í samfélaginu líka. 

„Hjá mér er þetta búið að vera bara einn dagur í einu alltaf. Ég fæ bara kvíða ef ég fer að hugsa of mikið um framtíðina“

Út af Covid?

Já, maður hefur ekki fengið tækifæri til að breyta til. Allir eru bara fastir. 

Þannig að þú ert í rauninni bara í millibilsástandi eftir því að geta hafið nýtt líf eða þannig?

Já. Í einhverju svona millibilsástandi eins og margir fleiri. Kannski meira hjá mér út af þessu. Annars hefði maður bara verið í sínu áfram. Maður er kannski fullungur til að hætta að vinna en svo bara veit ég það ekki. Mér finnst einhvern veginn eins og ég þurfi að fara í eitthvert langt frí og jafna mig. Það er kannski frekar hugsunin en að ráða sig í einhverja vinnu. 

En eins og með Covid og ferðalög, hefur þú fundið eitthvert land sem þú treystir þér til að ferðast um?

Nei, ég er reyndar ekki búin að skoða það neit,t sko. Þetta virðist allt bara vera á verri veginn núna. Maður hélt að þetta væri að skána í sumar. En svo er þetta bara einhvern veginn, hmmm. 

Ég vona að þú finnir þér eitthvað sem þig langar að gera og þú fáir að ferðast.

Já, það kemur bara í ljós. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samtöl við skattakónga

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár