Hlutdeild eignarhaldsfélags Bjarna Ármannssonar, fjárfestis og forstjóra almenningshlutafélagsins Icelandic Seafood, í sölu hlutabréfa fyrirtækisins Íslenskrar Orkumiðlunar ehf. til almenningshlutafélagsins Festis í fyrra, nam rúmlega 234 milljónum króna. Samkvæmt nýjasta ársreikningi félags Bjarna, Sjávarsýnar ehf., fyrir árið 2020 hagnaðist félagið um tæplega 1.613 milljónir króna í fyrra en meðal þeirra viðskipta sem félagið stundaði var sala hlutabréfanna í Íslenskri orkumiðlun til N1. Sjávarsýn átti 32,5 prósent í Íslenskri orkumiðlun og keypti N1 85 prósent í félaginu. Greitt var fyrir bréfin með reiðufé og hlutabréfum í Festi.
Íslensk orkumiðlun er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að kaupa raforku á smásölumarkaði og selja til neytenda. Fyrirtækið hefur verið ofarlega á lista yfir ódýrustu orkusala landsins, ásamt meðal annars hinu nýstofnaða fyrirtæki Straumlind. Slík fyrirtæki eru því í reynd eins konar milliliðir á milli raforkufyrirtækja og neytenda.
,,Mjög gott verð fyrir Festi“
Félag Bjarna sem seldi hlutabréfin, Sjávarsýn ehf., er gríðarlega sterkt fjárfestingarfélag sem …
Athugasemdir