Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Annmarkar skattaskránna: Stærsti hluti auðsöfnunar á Íslandi er falinn inni í félögum

Sam­an­burð­ur á skráð­um árs­tekj­um þekkts eigna­fólks og þeirr­ar eigna­mynd­un­ar sem á sér stað inni í eign­ar­halds­fé­lög­um þeirra sýn­ir hvað tekju­upp­lýs­ing­ar segja litla sögu um eigna­mynd­un.

Annmarkar skattaskránna: Stærsti hluti auðsöfnunar á Íslandi er falinn inni í félögum
Tekjur pínulítill hluti af eignasöfnuninni Þorsteinn Már Baldvinsson var með meira en 130 milljónir króna í tekjur í fyrra. Þessar upphæðir skipta hins vegar litlu máli í samanburði við eignasöfnunina í eignarhaldsfélagi hans. Mynd: b'Picasa'

,,Þetta gefur í rauninni kolranga mynd. Síðastliðinn áratug eða svo hefur í rauninni stór hluti af eigna- og tekjumynduninni er falin inni í eignarhaldsfélögum. Það sem kemur fram á skattaskýrslunum er svo bara það sem fólki hefur þóknast að greiða sér í laun. Þannig að eignirnar safnast upp í eignarhaldsfélögum," segir Indriði Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri, þegar hann er spurður um annmarkana á því að horfa á þær upplýsingar sem koma fram í skattaskránum ár. 

Skattaskrárnar veita því á engan hátt fulla mynd af eigna- og auðsöfnun fólks heldur fyrst og síðast upplýsingar um tekjur og laun sem einstaklingar fá, annað hvort frá vinnuveitanda sínum eða í vasann út úr fyrirtækjum sem þeir eiga. 

Stóru upphæðirnar eru í félögunum

Eitt af því sem upplýsingarnar í skattaskrárnum veita ekki innsýn inn í er hækkun á eigin fé einstaka eignarhaldsfélaga sem eignamiklir aðilar eiga. Sem dæmi um þetta  má nefna eignarhaldsfélag Bjarna Ármannssonar fjárfestis og forstjóra Iceland Seafood, Sjávarsýn ehf., sem hagnaðist um rúmlega 1600 milljónir króna í fyrra á viðskiptum með verðbréf hvers konar, skráð og óskráð, innlend og erlend. Eiginfjárstaða þessa félags Bjarna jókst um um sem nemur þessari upphæð og stóð í tæplega 8.8 milljörðum króna í árslok. Ef Bjarni Ármannsson myndi taka ákvörðun um að greiða sér allan hagnað fyrirtækisins, þessa 1.6 milljarða, út sem arð þá myndi það koma fram í skattaskránum. En ef hann velur að gera það ekki þá sér þess ekki stað í skattskránum þar sem upplýsingarnar þar ná ekki utan um eignamyndun í félögum og fyrirtækjum fólks. 

Sambærilegt dæmi má nefna um Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, sem hefur átt félagið Eignarhaldsfélagið Stein ehf. sem haldið hefur utan um hlutabréf hans í Samherja. Þorsteinn Már og eiginkona hans fyrrverandi, Helga S. Guðmundsdóttir, hafa nú selt börnum sínum þessi hlutabréf.  Þetta félag Þorsteins hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2020 en þegar horft er á ársreikning félagsins fyrir árið 2019 þá sést að eiginfjárstaða félagsins jókst um tæplega 5.5 milljarð árið 2019 og var tæplega 54 milljarðar króna.  Enginn arður var greiddur út úr félaginu þetta ár og ekkert í skattaskrám um Þorstein Má Baldvinsson eða eiginkonu hans sýndi fram á þessa auðsöfnun. Ef eigendur félagsins myndu hins vegar greiða sér einhverja milljarða króna í arð myndu þeir þurfa að greiða af því fjármagnstekjuskatt og þá myndu þær upplýsingar koma fram í skattaskrám. 

Upphæðirnar sem um ræðir í aukningu á eigin fé slíkra fyrirtækja eignafólks eru oft og tíðum miklu hærri og stærri en þær upphæðir sem um ræðir þegar einfaldlega er horft á launagreiðslur. Til að mynd var Þorsteinn Már Baldvinsson með rúmlega þrjár milljónir króna í tekjur á síðasta ári, og hefur verið með sambærileg laun um árabil. Hann var auk þess með skráðar fjármagnstekjur upp á 95 milljónir. Heildarárstekjur hans voru því rúmlega 130 milljónir króna. Þessar upphæðir eru í raun smáar þegar horft er á hagnað og aukningu eiginfjár eignarhaldsfélagsins hans síðastliðin ár en þar hleypur eignamyndunin ár hvert á nokkrum milljörðum króna. 

Svipaða sögu má segja um Bjarna Ármannsson sem var með tæpar 3.6 milljónir í tekjur í fyrra og 33 milljónir í fjármagnstekjur. Eigið fé eignarhaldsfélags hans jókst hins vegar um 1600 milljónir króna sem ríflega 21 föld sú upphæð sem hann var með heildarárstekjur. 

Margföldun á notkun hvers kyns félaga

Þegar horft er á aukningu á notkun eignarhaldsfélaga á Íslandi síðastliðin ár þá er ljóst að hún er talsverð. Árið 2010 voru rúmlega 30 þúsund skráð einkahlutafélög á Íslandi. Árið 2020 voru eignarhaldsfélögin orðin rúmlega 40 þúsund. Eignarhaldsfélögum hvers konar hefur því fjölgað um þriðjung síðastliðin áratug. 

Á sama tíma hefur fjöldi svokallaðra samlagsfélaga tvöfaldast á síðastliðnum áratug en það er nýrra félagaform en einkahlutafélagaformið og skýrir þetta meðal annars mikla aukningu í notkun þessa forms í hvers kyns rekstri. Árið 2010 voru 929 skráð samlagsfélög en í lok árs 2020 voru þau orðin 3011. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2021

Samtöl við skattakónga
ViðtalTekjulistinn 2021

Sam­töl við skattakónga

Þau sem eru hluti af 1 pró­sent tekju­hæstu Ís­lend­ing­un­um sam­kvæmt álagn­inga­skrá eiga marg­ar og mis­mun­andi sög­ur að baki, bæði af sigr­um og sorg­um. Stund­in ræð­ir við nokk­ur þeirra. „Svo þeg­ar ég er bú­inn að eign­ast alla þessa pen­inga núna þá kann ég ekk­ert að nota þá,“ seg­ir næst­hæsti skatt­greið­andi á land­inu. „Það má and­skot­inn vita hvað verð­ur gert við þetta,“ seg­ir skattakóng­ur að vest­an.
Reykvísk fjölskylda hagnaðist um 2,5 milljarða á tæknilausnum í baráttunni við Covid-19
FréttirTekjulistinn 2021

Reyk­vísk fjöl­skylda hagn­að­ist um 2,5 millj­arða á tækni­lausn­um í bar­átt­unni við Covid-19

Inga Dóra Sig­urð­ar­dótt­ir er skatta­drottn­ing Ís­lands. Hún hagn­að­ist um tæpa tvo millj­arða á sölu á hluta­bréf­um í danska fyr­ir­tæk­inu ChemoMetec, ásamt eig­in­manni sín­um, Berki Arn­við­ar­syni. Syn­ir henn­ar tveir högn­uð­ust báð­ir um tæp­ar 250 millj­ón­ir króna og eru á lista yf­ir 50 tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana ár­ið 2020.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár