Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Fisk Seafood, er skattakóngur Norðurlands vestra árið 2020 en Friðbjörn greiddi rúmar 23 milljónir í skatta fyrir árið 2020. Friðbjörn, sem er fæddur árið 1984, er sonur Ásbjarnar Óttarssonar sem sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 2009-2013.
Ásbjörn var sjómaður og svo útgerðarmaður áður en hann sat á þingi en hann stofnaði ásamt öðrum fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækið Nesver á Hellissandi á Snæfellsnesi árið 1987. Friðbjörn sonur hans var lengi vel framkvæmdastjóri þeirrar útgerðar ásamt því að vera framkvæmdastjóri útgerðarinnar Soffaníasar Cecilsssonar á Grundarfirði sem Fisk Seafood keypti árið 2017.
Útgerðarfélag kaupfélagsins
Fisk Seafood er dótturfyrirtæki Kaupfélags Skagfirðinga en Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri sitja einnig á lista yfir þá fimm aðila sem greiddu hæstu skatta í landshlutanum á síðasta ári, Sigurjón í öðru sæti.
Samkvæmt álagningarskrá skattsins fær Friðbjörn rétt rúmar 4 milljónir í laun á hverjum mánuði ársins 2020. Þá græddi Friðbjörn …
Athugasemdir