Þegar grænlenska tónlistarkonan Varna Marianne Nielsen sá mynd af sjálfri sér á auglýsingaplakati fyrir árlega Grænlandssýningu Tívolísins í Kaupmannahöfn, sem haldin var nú um mánaðamótin júlí-ágúst, brá henni. Hún var ekki þátttakandi í þessari sýningu Tívolísins sem listamaður og enginn hafði beðið hana um leyfi fyrir því að nota myndina af henni.
„Það er árið 2021 og það er enn þá komið fram við okkur eins og einhverja exótíska hluti“
Í samtali við Stundina segir Varna, sem er þekktur trommudansari: „Bragðið sem ég fékk í munninn út af þessari myndbirtingu versnaði til muna eftir að ég fékk þau svör frá Tívolí að ég liti bara svo grænlensk út og að það passaði svo vel við viðburðinn þeirra,“ segir Varna. 13 ár eru liðin frá því hún kom síðast fram á Grænlandssýningunni sem listamaður.
Hún segir að hún hafi verið ósátt við myndbirtinguna af sér frá byrjun en að sú óánægja …
Athugasemdir