Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Enginn af þeim 185 kvótaflóttamönnum sem ríkisstjórnin ætlaði sér að taka á móti kominn til landsins

Rík­is­stjórn Ís­lands áætl­aði að taka á móti 85 kvóta­flótta­mönn­um ár­ið 2020 og 100 á þessu ári. Að svo stöddu er eng­inn þeirra kom­inn til lands­ins en sam­kvæmt fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu er von á 47 ein­stak­ling­um frá Sýr­landi í byrj­un sept­em­ber. Covid-19 far­ald­ur­inn hef­ur veikt stöðu flótta­fólks í heim­in­um til muna þar sem mun færri kom­ast í ör­uggt skjól.

Enginn af þeim 185 kvótaflóttamönnum sem ríkisstjórnin ætlaði sér að taka á móti kominn til landsins
82 milljónir manna á flótta Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna eru 82 milljónir manna á flótta í heiminum. Af þeim eru 42% eða um 35 milljónir þeirra börn. Ísland samþykkti að taka á móti 185 kvótaflóttamönnum á árunum 2020 og 2021. Enginn þeirra eru komin til landsins. Mynd: Aljazeera

Ríkisstjórn Íslands samþykkti í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum árið 2020 og 100 kvótaflóttamönnum árið 2021. Enginn af þeim 185 kvótaflóttamönnum sem Ísland samþykkti að taka við eru komnir til landsins. Þetta staðfestir Grétar Sveinn Theodórsson, upplýsingafulltrúi félagsmálaráðuneytisins. 

Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hafa tafir orðið á móttöku þeirra sem ríkisstjórnin samþykkti að taka á móti bæði árin vegna Covid-19 faraldursins. Að sögn Grétars er fyrsti hópur þeirra sem átti að taka á móti árið 2020, níu fjölskyldur frá Sýrlandi sem dvelja sem flóttafólk í Líbanon og Íran, væntanlegar til landsins í byrjun september. Alls eru það 47 einstaklingar sem eiga að koma þá og búið er að panta flug fyrir þá. 

Samkvæmt tölfræði frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna voru 752.217 flóttamenn staðsettir á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum árið 2019. Á Íslandi voru 16 flóttamenn á hverja 10 þúsund íbúa árið 2019 samanborið við 248 í Svíþjóð, …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár