Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Óli Björn: Samfélag frjálsra manna mun eiga í vök að verjast

Óli Björn Kára­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, seg­ir vinstri menn spila inn á öf­und og að þeir hygg­ist etja þjóð­fé­lags­hóp­um hverj­um gegn öðr­um. Hann lýs­ir áhyggj­um af lukk­uridd­ur­um sem sæki í póli­tík í þeim til­gangi að ganga í vasa rík­is­sjóðs.

Óli Björn: Samfélag frjálsra manna mun eiga í vök að verjast
Er Samfylkingin hugleikinn Óli Björn hefur af því áhyggjur að vinstri menn, einkum Samfylkingarfólk, muni etja saman stétt gegn stétt og ala á öfund í aðdraganda komandi kosninga. Mynd: xd.is

Fámennum en háværum hópi sósíalista hefur tekist að toga íslenska vinstri menn niður í gamaldags skotgrafir stéttabaráttu og þjóðfélagsátaka, segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Að hans mati verður afleiðingin sú að þjóðfélag frjálsra einstaklinga, sem eru fjárhagslega sjálfstæðir, muni eiga í vök að verjast. „Í kapphlaupi við Sósíalistaflokkinn um lýðhylli freistast æ fleiri vinstri menn og Samfylkingar sérstaklega að tileinka sér þá lífsspeki að sæl sé sameiginleg eymd.“

Í greininni lýsir Óli Björn miklum áhyggjum sínum af því að átakalínur í íslenskum stjórnmálum fyrir komandi kosningar muni markast af því að stjórnmálafólk á vinstri vængnum reyni að ýta undir öfund og tortryggni meðal almennings, að reynt verði að etja kjósendum saman þar sem „stétt gegn stétt, landsbyggð gegn höfuðborg“ verði gerð að átakaflötum.

Ríkið greiðir Sjálfstæðisflokknum 174 milljónir króna

Í grein Óla Björns lýsir hann ýmsum gerðum stjórnmálamanna, svo sem „tækifærissinnanum“ og „lukkuriddaranum“ sem Óli Björn segir að geri sér góða von um að geta gert út á ríkisstjóð, enda sé búið að ríkisvæða stjórnmálaflokkana að stórum hluta og það myndi efnahagslega hvata fyrir pólitíska ævintýramenn. Flokkur Óla Björns, Sjálfstæðisflokkurinn, fær langhæstar greiðslur úr ríkissjóði, í samræmi við kjörfylgi. Á árinu 2021 greiðir ríkissjóður rétt tæpar 730 milljónir króna í framlög til stjórnmálaflokka. Þar af fær Sjálfstæðisflokkurinn í sinn hlut 174 milljónir króna, tæplega fjórðung alls fjárins.

„Í draumaríkinu ríkir jöfnuður, jafnt í biðröðum sem annars staðar“

Óla Birni er staða Samfylkingarinnar sérstaklega hugleikin í skrifum sínum. „Kannski er það ekki tilviljun að Samfylkingin spili æ meira á öfundargenin enda komin í harða samkeppni við Sósíalistaflokkinn,“ skrifar Óli Björn. Sú samkeppni hafi orðið til þess að aðrir vinstrimenn, einkum Samfylkingarfólk ef marka má skrif Óla Bjarnar, fært sig í meira mæli til vinstri í átt að aukinni ríkishyggju.

Þannig safni barátta um jöfn tækifæri ryki í skúffum vinstri manna, skrifar Óli Björn, en í stað þess skuli komið böndum á framtakssemi einstaklinga. Jöfnuður verði alltaf niður á við en ekki upp á við. „Í draumaríkinu ríkir jöfnuður, jafnt í biðröðum sem annars staðar.“

Á þessu ári hefur Sósíalistaflokkur Íslands mælst með fylgi sem nægir til að fá þingmenn inni á Alþingi. Í síðustu skoðanakönnun Gallup mældist flokkurinn með 5,4% fylgi, en Samfylking rúmlega 12%, Vinstri græn tæp 14% og Sjálfstæðisflokkurinn 24% fylgi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
2
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
8
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Það er ekkert eftir“
2
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár