Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Landsmönnum utan trúfélaga fjölgar

Tæp­ur fjórð­ung­ur lands­manna standa ut­an trú­fé­laga eða hafa ótil­greinda skrán­ingu. Með­lim­um fjölg­ar mest í ása­trú­ar­fé­lag­inu.

Landsmönnum utan trúfélaga fjölgar
Fjölgar mest Mestur vöxtur hefur verið í meðlimafjölda ásatrúarfélagsins. Mynd: Wikipedia/Haukurth

Landsmönnum sem standa utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða hafa ótilgreinda skráningu hefur fjölgað um tæplega 3.500 frá 1. desember síðastliðnum. Tæpur fjórðungur landsmanna er ýmist skráður utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða með ótilgreinda skráningu.

Sem fyrr er langstærstur hluti landsmanna skráður í þjóðkirkjuna, tæplega tveir þriðju hlutar landsmanna, alls 229.686 manns. Lítilsháttar fækkun hefur orðið frá 1. desember, um 31 meðlim. Frá 1. desember árið 2019 hefur hins vegar fækkað um rétt tæplega 1.500 manns í þjóðkirkjunni.

Tæplega 57 þúsund manns eru með ótilgreinda skráningu og hefur fjölgað um ríflega 2.300 manns frá 1. desember síðastliðnum. Frá 1. desember 2019 hefur fjölgað um ríflega 5.500 manns í þeim hópi.

Tæplega 29 þúsund manns eru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga og hefur þeim fjölgað um ríflega eitt þúsund frá 1. desember síðastliðnum og um tæplega þrjú þúsund frá árinu 2019.

Helstu breytingar aðrar á trúfélagaskráningu eru þær að áfram fækkar þeim sem skráðir eru í zuism trúfélagið. Frá því á síðasta ári hefur þeim fækkað um 185 og eru nú 731 skráðir í félagið. Í desember 2019 voru 1.255 manns skráðir í félagið. Forsvarsmenn félagsins lýstu því yfir árið 2015 að þeir hyggðust endurgreiða sóknargjöld þeirra sem skráðir væru í félagið og á stuttum tíma skráðu yfir þrjú þúsund manns sig í félagið. Deilur stóðu um stjórn félagsins lengi vel og engin starfsemi hefur verið í því um margra missera skeið, ef starfsemi var þá nokkurn tíma til staðar.

Mest fjölgun hefur orðið í ásatrúarfélaginu á tímabilinu, um 257 meðlimi og eru nú ríflega 5.300 manns skráðir í félagið. Meðlimum í lífsskoðunarfélaginu Siðmennt hefur á sama tíma fjölgað um 228 og eru þeir nú tæplega 4.300.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár